fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Hjartaþræðingum hefur fækkað í kórónuveirufaraldrinum – Fólk veigrar sér við að leita á bráðamóttöku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í janúar og þar til í júní á þessu ári fækkaði hjartaþræðingum á Landspítalanum um 11,9% miðað við sama tíma á síðasta ári. Á sama tímabili fækkaði kransæðavíkkunum um 14,3%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Karli Konráði Andersen, yfirlækni á Hjartagátt Landspítalans, að hluti skýringarinnar á þessu sé að sjúklingar veigri sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna sinna.

„Á COVID-tímanum í vor varð vart við umtalsverða fækkun í komum á bráðamóttöku vegna hjartaáfalla um allan heim, allt að 40 prósentum. Það er talið að þetta stafi ekki af raunverulegri fækkun tilfella. Þegar frá líður hafa þessir sjúklingar verið að greinast og vísbendingar eru um að þeir komi seint til læknis,“

sagði Karl og bætti við að hér á landi séu tilfellin of fá til að hægt sé að fullyrða að það sama eigi við hér.

„Hins vegar er almenna viðhorfið og tilmæli alþjóðlegra hjartalæknasamtaka að þó að við þurfum að viðhafa „social distancing“ eigi það alls ekki að leiða til „medical distancing“. Með öðrum orðum, sjúklingar með einkenni um hjartaáföll eiga að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar grunur er um bráð hjartavandamál,“

sagði Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú