Hann sagðist telja hæpið að niðurstöðurnar liggi fyrir á kosninganóttina sjálfa eða daginn eftir.
„Það munu líða vikur, mánuðir, held ég áður en við vitum niðurstöðu kosninganna,“
sagði hann en reiknað er með að um 50 milljónir kjósenda muni senda atkvæði sín með pósti.
„Við erum ekki undir þetta búin, 51 milljón atkvæða í pósti. Þetta verður mjög vandræðalegt fyrir þjóðina og þetta er mjög alvarlegt vandamál fyrir lýðræðið,“
sagði hann.
Bill Evania, háttsettur embættismaður, sem hefur eftirlit með kosningunum og á að sjá til þess að allt fari fram eftir bókinni sagði á mánudaginn að hann hafi mestar áhyggjur af að erlend ríki muni reyna að hafa áhrif á kosningarnar og blanda sér í atkvæðatalninguna. Evania, sem er forstjóri NCSC njósna- og öryggisþjónustunnar, sagði að erlend ríki muni hugsanlega gera tölvuárásir á þann búnað sem tekur við, telur og sendir atkvæði áfram.
„Við verðum að vera undir það búin að úrslitin liggi ekki fyrir þann 3. nóvember,“
sagði hann.