fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Svartsýnn Trump – Talning atkvæði gæti tekið vikur eða mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 06:59

mynd/salon.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki sáttur við að heimilt verði að greiða atkvæði póstleiðis í forsetakosningunum sem fram fara í byrjun nóvember. Hann hefur ítrekað lýst þessari skoðun sinni og sagt að þetta sé ávísun á kosningasvindl en án þess að styðja það nokkrum rökum eða gögnum. Í ræðu, sem hann flutti á föstudaginn, sagði hann að hugsanlega muni líða langur tími frá kjördegi þar til endanleg úrslit liggja fyrir vegna atkvæðanna sem verða send með pósti.

Hann sagðist telja hæpið að niðurstöðurnar liggi fyrir á kosninganóttina sjálfa eða daginn eftir.

„Það munu líða vikur, mánuðir, held ég áður en við vitum niðurstöðu kosninganna,“

sagði hann en reiknað er með að um 50 milljónir kjósenda muni senda atkvæði sín með pósti.

„Við erum ekki undir þetta búin, 51 milljón atkvæða í pósti. Þetta verður mjög vandræðalegt fyrir þjóðina og þetta er mjög alvarlegt vandamál fyrir lýðræðið,“

sagði hann.

Bill Evania, háttsettur embættismaður, sem hefur eftirlit með kosningunum og á að sjá til þess að allt fari fram eftir bókinni sagði á mánudaginn að hann hafi mestar áhyggjur af að erlend ríki muni reyna að hafa áhrif á kosningarnar og blanda sér í atkvæðatalninguna. Evania, sem er forstjóri NCSC njósna- og öryggisþjónustunnar, sagði að erlend ríki muni hugsanlega gera tölvuárásir á þann búnað sem tekur við, telur og sendir atkvæði áfram.

„Við verðum að vera undir það búin að úrslitin liggi ekki fyrir þann 3. nóvember,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum