Borgarbúar urðu varir við jarðskjálfta klukkan 16:15 í dag. Hefur DV heimildir fyrir því að hann hafi fundist í Keflavík. Á skrifstofum DV fundu blaðamenn vel fyrir skjálftann og færðust tölvuskjáir til á borðum.
Samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar var skjálftinn 4.2 á Richter og átti upptök sín 10 km NA af Grindavík. Þar segir enn fremur að annar skjálfti af stærð 3,7 varð á svipuðum slóðum fyrr í dag. Skjálftans varð víða vart á Suðvesturlandi. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarinn mánuð og eru orsök hennar líklega spennubreytingar vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga.
Netverjar tóku að sjálfsögðu við sér við kippina.
vó! hélt að húsið ætlaði að hrynja…. #jarðskjálfti
— María Björk Guðmundsdóttir (@MariaBjorkG) August 26, 2020
Nei, þetta var ekki jarðskjálfti. Þetta var steinrunnið hjartað í grimmu norninni, sem lét fjarlægja sparkvöllinn — að ná loks botni í dýpstu myrkum heljar.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) August 26, 2020
Ok, vá. Jarðskjálfti. Fuglarnir fundu hann líka!
— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) August 26, 2020
jarðskjálfti ! 🕺🏻🧗🏼🏔⛰
pottþétt reminder a nýju stjórnarskránna.
kvitta hér gang:https://t.co/fWrZzUi3Mj
— AUÐUR (@auduraudur) August 26, 2020
Jarðskjálfti og mögulega smit í skólanum hjá barninu. 2020 keeps on going
— Kristján R. Sigurðsson (@KristjanSigurd1) August 26, 2020
Hélt að pabbi væri að ganga berserksgang á þakinu. Hann var í kjallaranum og mjög móðgaður að ég hafi haldið að húsið hafi nötrað út af honum en ekki skjálfta að stærð 4,5 á richter. #jarðskjálfti pic.twitter.com/xsKuQC641k
— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) August 26, 2020
svimar ykkur líka alltaf þegar það kemur jarðskjálfti? 🥴
— e l í s a b e t 🧻 (@jtebasile) August 26, 2020
vó! hélt að húsið ætlaði að hrynja…. #jarðskjálfti
— María Björk Guðmundsdóttir (@MariaBjorkG) August 26, 2020