Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir er ólétt af sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Aroni Ólafssyni.
Fyrr í vikunni deildi Fanney Dóra gleðifregnunum með fylgjendum sínum á Instagram, sem eru rúmlega 11 þúsund talsins. Barnið er kærkomið og mikil gleðitíðindi fyrir Fanney Dóru, Aron og fjölskyldu þeirra og vini.
Hún náði að festa á filmu yndisleg augnablik þegar hún segir sínum nánustu frá komandi kríli. Hún deildi myndböndunum á TikTok og hefur þegar eitt þeirra fengið yfir 26 þúsund áhorf. Við heyrðum í Fanney Dóru sem gaf DV leyfi til að birta myndböndin með lesendum. Aron var sá fyrsti til að fá fréttirnar og kemur fyrstur fram í myndbandinu hér að neðan.
@fanneydoraGiving people the baby News – part I♬ Surrender – Natalie Taylor
„Það var mjög súrealískt að segja fólki frá barninu. Fyrst var markmiðið okkar að segja engum frá fyrr en á 12 viku af því það er svona sem að allir gera en svo bara er ég sérstaklega ekki þannig týpa. Ég segi fólkinu mínu allt um mig og að halda svona risa fréttum frá mínum nánustu var bara ekki möguleiki,“ segir Fanney Dóra.
„Aron sýndi því mikinn skilning og fannst það allt í lagi en við tókum ákvörðun um að segja fólki hægt og rólega yfir þann tíma sem við höfðum fram að 12 viku. Ég er ekki alveg sammála að það sé best að halda þessu fyrir sig ef eitthvað kemur upp á því ef eitthvað myndi koma upp á þá þyrfti ég mest á mínu fólki að halda,“ segir hún.
„Að sjá fólk vera svona ótrúlega hamingjusamt fyrir eitthvað sem er svo magnað gerði þessa reynslu hundrað sinnum betri.“
https://www.instagram.com/p/CEMWmfyALA_/
Fyrsti hluti meðgöngunnar var erfiður fyrir Fanneyju Dóru sem glímdi við mikla morgunógleði en að segja sínum nánustu frá hjálpaði.
„Þó að það sé venjan að fólk sé ekki að segja frá barni fyrr en eftir ákveðinn tíma þá þarf það ekki að vera þannig hjá þér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið þegar mér leið sem verst í ógleðinni að fólk vissi og gat aðstoðað okkur. Með hverju skiptinu sem við sögðum einhverjum þá varð þetta raunverulegra fyrir okkur. Ég er ótrúlega náin mínu fólki og völdum við að segja þeim frá þessu áður en margir hefðu gert það og það er allt í lagi. Hver og ein meðganga er kraftaverk og eitthvað sem maður á ekki að taka sem sjálfsögðum hlut.“
Hér að neðan má sjá seinna myndbandið.
@fanneydoraBaby News – part 2♬ Welcome to Wonderland – Anson Seabra