Svo virðist sem það séu færri bleikjur gegnar í stóran hluta árnar Norðanlands en fyrir ári síðan. Bleikjan virðist vera vænni og hún gekk seint í árnar í margar ár.
Í fyrra veiddust 1500 bleikjur í Efri-Flókadalsá en núna hafa veiðst um 600 bleikjur. Bleikjan er miklu vænni en geldbeikjan hefur lítið sést í sumum ánum á svæðinu.
Í nokkrum hyljum Efri Flókadalsár eru hlunka bleikjur sem hafa séð ýmislegt í sumar og eru ekki með neinn áhuga að taka agn veiðimanna. Þetta á sérstaklega við mjög ofarlega í ánni að þær séu vænar.
,,Bleikjan gekk seint víða en þær eru helvíti vænar eins og Eyjafjarðaánni. Það hafa veiðst boltableikjur síðustu vikurnar þarna,“ sagði veiðimaður sem veiðir víða á svæðinu, bæði silung og lax.
Guðrún Una, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar og eiginmaður hennar Árni Jóhannesson, fóru á svæði fimm í Eyjafjarðará fyrir fáum dögum og fengu flottar bleikjur, 16 stykki, bolta bleikjur nokkrar.
Mynd. Árni Rúnar Einarsson bíður eftir stórbleikjunni í Efri-Flókadalsá. María Gunnarsdóttir.