fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Metsala gjaldeyris í síðustu viku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 08:00

Seðlabanki Íslands. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend sjóðsstýringarfyrirtæki seldu íslensk ríkisskuldabréf í síðustu viku. Þetta varð til þess að Seðlabankinn greip inn í á gjaldeyrismarkaði og seldi gjaldeyri fyrir 10,7 milljarða króna en það er rúmlega eitt prósent af gjaldeyrisforða bankans. Bankinn hefur ekki selt meira af gjaldeyri á einni viku síðan fjármálahrunið varð.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að veltan á gjaldeyrismarkaði hafi verið 19 milljarðar í síðustu viku og að Seðlabankinn hafi selt gjaldeyri fyrir 10,7 milljarða til að sporna gegn veikingu krónunnar.

Meðal þeirra sem seldu ríkisskuldabréf, samkvæmt heimildum Markaðarins, var Blue Asset Management, sem er eitt stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtæki Evrópu. Fyrirtækið á þó enn töluvert af íslenskum ríkisskuldabréfum.

Haft er eftir Mark Dowding, yfirfjárfestingastjóra fyrirtækisins, að undirstöður íslenska hagkerfisins séu sterkar og að traust hagstjórn hafi orðið til að landið hafi burði til að standa heimsfaraldurinn af sér og sé betur í stakk búið til þess en mörg samanburðarríki.

Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í dag og hefur Markaðurinn eftir Ernu Björg Sverrisdóttur, aðalhagfræðingi Arion banka, að hún búist við að bankinn þurfi að gera grein fyrir gjaldeyrisinngripunum.

„Miðað við hreyfingarnar undanfarna daga þá veltir maður fyrir sér hvort þetta sé stefnubreyting. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að bankinn sé að sporna gegn frekari gengisveikingu vegna versnandi verðbólguhorfa. Krónan hefur gefið eftir, húsnæðismarkaðurinn er sterkur og verðbólgan hefur aukist hraðar og umfram væntingar,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“