fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fauci varar við frumhlaupi í leyfisveitingum bóluefnis gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 18:50

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varar við frumhlaupi í leyfisveitingum bóluefnis gegn kórónuveirunni. Á mánudaginn sagði hann að ef leyft yrði að hefja notkun bóluefnis af neyðarástæðum þá gæti það skemmt fyrir tilraunum við þróun annarra bóluefna.

Hann lét þessi ummæli falla eftir að embættismenn í Hvíta húsinu viðruðu hugsanlega möguleika á gefa út neyðarheimild fyrir bóluefni áður en lokatilraunum með það er lokið. CNN skýrir frá þessu.

Fauci sagði í samtali við Reuters að „það eina sem þú vilt ekki sjá er að bóluefni verði samþykkt til notkunar áður en þú hefur skýr merki um virkni þess.“

Hann sagði jafnframt að hugsanleg hætta af slíku ótímabæru samþykki væri að það yrði erfitt, ef ekki ómögulegt fyrir aðra lyfjaframleiðendur að fá fólk til að taka þátt í tilraunum þeirra.

Unnið er að þróun nokkurra bóluefna í Bandaríkjunum og eru lyfjafyrirtæki að undirbúa framleiðslu þeirra samhliða tilraunum með þau til að þau séu tilbúin til notkunar ef þau virka. Þannig er hægt að hefja dreifingu þeirra samstundis.

Donald Trump, forseti, hefur lofað að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok en sérfræðingar, sem CNN ræddi við, segja óraunhæft að það verði að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann