fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Inga Sæland kynnir frumvarp um fangelsi og sektir við „okri“ á nauðsynjavörum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 19:45

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verði frumvarp Ingu Sæland að lögum verður lagt bann við „okri“ í hættuástandi. Embætti Ríkislögreglustjóra verður jafnframt tryggð heimild til þess setja hámarksverð á vissar vörur og að kanna innkaupsverð og álagningu verslana á tilteknum vörum. Hvaða vörur átt er við er ekki tiltekið í frumvarpinu. Þar er einungis talað um „nauðsynjavörur, sóttvarnavörur eða hvers konar vöru eða þjónustu sem stuðlar að vernd gegn yfirvofandi hættu.“

Viðurlög við brotum á lagaákvæðum sem Inga leggur til yrðu sektir, ekki undir 100 þúsund krónum og allt að 10 milljónum, eða fangelsisvist í allt að þrjá mánuði.

Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Inga: „Allt frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveiru hafa borist fregnir af því að bæði innan og utan lands hafi verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hækkað verulega og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“

Vísar Inga þar væntanlega til frétta af verðhækkunum á andlitsgrímum og hamstri á spritti í upphafi Covid-19 faraldursins. Sögusagnir fóru þá á kreik um að heimsskortur yrði á handspritti og gerði skorturinn vart við sig hér á landi um skamma hríð. Sögusagnir um verðhækkanir á andlitsgrímum reyndust að vísu ekki á rökum reistar og hefur verð á þeim farið lækkandi á Íslandi, ef marka má verðlagskannanir sem framkvæmdar hafa verið af hinum ýmsu aðilum. Þannig sagði til dæmis DV frá því að andlitsgrímur eru ódýrastar í Costco og Krambúðinni, en þó var tekið fram í þeirri könnun að mikill munur hafi verið á gæðum grímanna hvers verð var kannað.

Frumvarp Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar má nálgast hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans