fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um 2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni og búast má við að þeim fjölgi á næstunni samfara versnandi efnahagsástandi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Mörtu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi. Hún sagði einnig að tjón af völdum ótryggðra ökutækja nemi tugum milljóna á ári. Haft er eftir Mörtu að leiða megi líkur að því að fjöldi ótryggðra ökutækja í umferðinni sé í samræmi við efnahagsástandið hverju sinni. Því megi búast við fjölgun ótryggðra ökutækja á næstunni.

Ef ótryggt ökutæki lendir í tjóni lendir sá kostnaður á þeim sem standa skil á tryggingagreiðslum sínum þar sem tryggingafélögum er skylt að ábyrgjast slík tjón. Það eru Alþjóðlegar bifreiðatryggingar sem sjá um að gera upp kostnað vegna tjóna ótryggðra ökutækja og reyna síðan að sækja kostnaðinn til ökumanns og skráðs eiganda.

Það er lögreglan sem sinnir því að taka skráningarnúmer af ótryggðum ökutækjum og hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, að eftirlit með ótryggðum ökutækjum sé hluti af almennu eftirliti lögreglunnar. Hann sagði að lögreglan vilji gjarnan nota myndavélar til að bæta eftirlitið og hafi tilraunir verið gerðar með það en allt sé þetta á hönnunarstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“