fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Pelosi segist viðurkenna úrslitin ef Trump sigrar í forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 19:15

Nancy Pelosi er þyrnir í augum margra hægrimanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segist „að sjálfsögðu“ munu viðurkenna úrslit forsetakosninganna í nóvember ef Donald Trump ber sigur úr býtum. Þetta sagði hún í samtali við CNN og bætti einnig við að hún og Demókratar muni ekki hunsa afskipti Rússa af kosningunum.

„Auðvitað. En það þýðir ekki að við munum þegja yfir aðgerðum hans, hvort sem það er að múlbinda póstþjónustuna svo fólk geti ekki kosið bréfleiðis eða þurfi að velja á milli heilsu sinnar og vinnu.“

Sagði hún meðal annars.

Demókratar hafa sakað Trump um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar með því að draga í efa lögmæti þess að fólk geti kosið bréfleiðis. Hann hefur haldið því fram að slíkt fyrirkomulag sé ávísun á umfangsmikil kosningasvik en hefur ekki sett fram neinar sannanir því til stuðnings.

Pelosi hvatti kjósendur til að leiða ummæli Trump um kosningar bréfleiðis hjá sér því þau eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið