fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þyrla gæslunnar skutlaði ráðherra á fund frá Reynisfjöru og til baka

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. ágúst 2020 18:30

Áslaug Arna er dómsmálaráðherra og er Landhelgisgæslan á hennar könnu. Hér er hún í skoðunarferð hjá gæslunni í júní á þessu ári. mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin greindi frá því í dag að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi verið sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar úr hestaferð á Suðurlandi og skutlað henni svo til baka. Áslaug sótti hálfan samráðsfund heilbrigðisráðherra um Covid faraldurinn sem var streymt á netinu og tók ekki til máls.

Kostnaður á flugtíma liggur ekki fyrir

Segir í frétt Stundarinnar að afar sjaldgæft sé að flogið sé með ráðherra og það sé yfirleitt þegar um er að ræða heimsóknir erlendra ráðamanna, á varnaræfingum eða öðrum opinberum erindagjörðum. Það hafi ekki verið raunin nú. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði við Stundina að áhöfnin hafi verið til staðar á fimmtudag vegna flugs með starfsmenn Veðurstofunnar sem var á dagskrá þann dag og að frumkvæðið að fluginu með ráðherrann hafi komið frá Landhelgisgæslunni.

Ásgeir sagði við blaðamann DV að ekki séu til staðar tölfræði um kostnað vegna flugs þyrlunnar og að erfitt sé að reikna slíkt út. Ásgeir sagði að þyrlusveitir þurfi að uppfylla ákveðna flugtíma á ári og þar sem þyrluvakt var til staðar og vaktin tilbúin í annað verkefni sama dag hafi enginn aukakostnaður hlotist af fluginu. Það sama svar gaf Ásgeir þegar Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra var skutlað af þyrlu Landhelgisgæslunnar til fundar við Mike Pence í Keflavík meðan á heimsókn hans stóð. Sú ferð tók 25 mínútur og var í tengslum við heimsókn erlends þjóðhöfðingja.

Enn fremur sagði Ásgeir við DV nú að Veðurstofuverkefnið hafi verið að kanna hugsanlegt hlaup í Svartá, en ekki hafi verið hægt að fara í það verkefni á miðvikudeginum vegna lágrar skýjahæðar.

Farið kom upp í samtali Georgs Lárussonar

Ásgeir segir við DV að það hafi verið í samtali Georgs Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar og Áslaugar Örnu sem það kom upp að Áslaug væri stödd á Suðurlandinu og þyrfti að komast í bæinn. Mun það hafa borist í tal að Áslaug væri stödd í námunda við Vík, eða í Reynisfjöru hinum megin við Reynisfjall frá Vík í Mýrdal, og þyrfti að komast þaðan á fund í Reykjavík. Georg Lárusson hafi þá boðist til þess að láta sækja hana og koma henni á fundinn, og skutla henni svo til baka að fundi loknum.

Stundin segir að Áslaug Arna hafi ekki verið meðal ræðumanna á fundinum, og samkvæmt heimildum Stundarinnar hafi hún hlustað á ræður og yfirgefið fundinn áður en starf vinnuhópa hafi hafist. Fundinum var streymt á netinu og fjöldi takmarkaður vegna sóttvarnarreglna.

Fyrra flugið var klukkutími og fjörutíu mínútur

Segir stundin jafnframt frá því að vélin hafi farið frá Reykjavík klukkan 7:00 og verið komin til baka kl 8:40, flugið til Reynisfjöru og til baka hafi því tekið klukkutíma og fjörutíu mínútur, eða 75 mínútum lengur en flugið með Guðlaug Þór til Keflavíkur í fyrra.

Lagt var af stað frá Reykjavík aftur klukkan 11:06 og hafi þyrlan sótt sérfræðinga Veðurstofunnar í kjölfarið til þess að athuga Svartá.

Áslaug Arna var sem fyrr sagði í hestaferð með föður sínum og birtu þau myndirnar hér að neðan úr ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans