Hún nefndi sem dæmi að fyrir tveimur árum hafi 70 nemendur verið í pípulagninganámi en í vetur verði þeir 140 í dagskóla og 40 í kvöldskóla. Það er mikið verkefni að koma öllum fyrir sagði Hildur og þegar útlit sé fyrir að 400 til 500 nemar bætist við sé allt sprungið.
Hún sagði einnig að í fleiri skólum, sem sinna verknámi, sé sömu sögu að segja, til dæmis í Borgarholtsskóla og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hún sagðist ekki hafa áhyggjur af að fjárþörf skólanna vegna aukins nemendafjölda verði ekki mætt og vísaði til tilkynningar ríkisstjórnarinnar frá í júní um að framhalds- og háskólum verði tryggt nægilegt fjármagn til að „mæta metaðsókn“.