Lík fannst í Breiðholti í gær. Vísir greinir frá. Tilkynning barst lögreglu um að lík hafi fundist utandyra, innan um gróður. Samkvæmt heimildum Vísis er talið að viðkomandi hafi dáið fyrir nokkrum mánuðum síðan, en ekki er grunað að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.