fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Góðgerðarhlaup á morgun í skugga kórónuveirufaraldursins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 14:26

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetahjónin, Steindi og Dagur borgarstjóri eru á meðal þeirra sem hlaupa til góðs á morgun en þá verður hlaupið til góðs á þeim degi þegar Reykjavíkurmaraþon átti að fara fram, en því var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

 Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur verið haldin frá árinu 2007 og þó svo að hið eiginlega maraþon verði ekki í ár taka alls 157 góðgerðarfélög þátt í söfnuninni 2020 og því eru málefnin sem hlauparar geta hlaupið fyrir fjölmörg.

Til stóð að maraþonið færi fram næstkomandi laugardag, en það líkt og margir aðrir viðburðir, var fellt niður með tilliti til sóttvarnarreglna. Áhugasamir hafa þó verið hvattir til að láta heita á sig til styrktar góðgerðarfélögum og reima á sig skóna og hlaupa sína leið á tímabilinu 15. – 25. ágúst en áheitasöfnun lýkur miðvikudaginn 26. ágúst.

ÍBR og Íslandsbanki hafa nú efnt til góðgerðarhlaups sem fer fram klukkan 14:00 á laugardaginn næsta, þann 22. ágúst, en það verður í formi 10 km.boðhlaups og eru þátttakendur svo sannarlega ekki af verri endanum en hvert lítil holl hleypur einn kílómetar.

Forsetahjónin, þau Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson, starta hlaupinu í Lækjargötu og taka fyrsta kílómeterinn en svo taka við til dæmis læknirinn og maraþonhlauparinn Elín Edda Sigurðardóttir, sjónvarpskonan Eva Ruza Miljevic, hæfilega margir úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og maraþonhlaupararnir Arnar Pétursson og Martha Ernst ásamt fleirum.

Það verða svo grínistinn Steindi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem taka lokasprettinn.

Frekari upplýsingar um söfnunina má finna inni á www.hlaupastyrkur.is.

Meðfylgjandi er mynd af hlaupaleiðinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga