Tíu innanlandssmit greindust í gær og þrír á landamærum.
Vísir.is sagði svo frá því í morgun að sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá greindust með veiruna. Hótelinu hefur verið lokað. Athygli vakti að ríkisstjórnin borðaði kvöldmat á hótelinu á þriðjudagskvöld. Hún hefur nú verið skikkuð í tvöfalda skimun svokallaða og smitgát. Tveir ráðherrar voru ekki með og sleppa því við skimanir.
Komið hefur fram að starfsfólk sem þjónustaði ríkisstjórnina greindist neikvætt í veiruprófum og því er ekki þörf á tveggja vikna sóttkví í tilfelli ríkisstjórnarinnar.
Á Covid.is kemur fram að 120 eru nú í einangrun vegna veirusmits og 535 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi.