fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

DNA segir söguna – Erfðaefni óþekktra forfeðra leynist í genum okkar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 07:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að í hvert sinn sem fólk af tegundinni okkar hefur hitt fólk af öðrum tegundum hafi það eignast börn með þeim. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í genum okkar eru erfðaefni frá Neanderdalsmönnum en við virðumst hafa blandast þeim fyrir um 50.000 árum.

Einnig er vitað að mannkynið blandaðist við Denisova-fólkið. Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að við höfum blandast við þriðju tegund manna, tegund sem við höfum aldrei fundið vísbendingar um áður. Um eitt prósent af arfberum Denisova-fólksins eru frá þessari óþekktu tegund og líklega hafa um 15% þeirra borist í okkur, homo sapien, frá Denisova-fólkinu þegar við blönduðumst því.

Þetta hefur komið í ljós með nýjum rannsóknaraðferðum sem geta leitað í miklu magni erfðaupplýsingar sem við eigum frá okkur nútímamönnum, Neanderdalsmönnum og Denisova-fólkinu. Með þessu er hægt að sjá hvenær erfðablöndun átti sér stað.

Aðferðin hefur einnig leitt í ljós að um þrjú prósent af erfðaefni Neanderdalsmanna barst í okkur við blöndun tegundanna fyrir 200.000 til 300.000 árum. Það er allt annar tímapunktur en við vissum áður um en hann var eins og fyrr sagði fyrir um 50.000 árum.

Danska ríkisútvarpið segir að með því að nota þessa aðferð sé hægt að staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna eða sjá hvort þær séu kannski meira ágiskun en að staðreynd.

Aðferðin hefur einnig leitt í ljós að í hvert sinn sem við nútímamennirnir höfum hitt aðrar tegundir manna höfum við blandast þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi