fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Steve Bannon handtekinn og ákærður – Sjötti ráðgjafi Trump sem ákærður er

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 14:52

mynd/nbc news

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps og stofnandi Breitbart, var í dag handtekinn í New York. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. Er hann ásamt öðrum sagðir hafa stolið fjármunum sem safnað hafði verið fyrir byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Axios greindi frá.

Samkvæmt ákærunni á Bannon að hafa tekið við á fölskum forsendum meira en einni milljón Bandaríkjadala frá hundruð þúsunda stuðningsmanna Donalds Trumps með því að hafa hópfjármagnað byggingu múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hópfjármögnunin skilaði í heild um 25 milljónum dala, og er Bannon sagður hafa notað að minnsta kosti hundruð þúsunda til eigin og persónulegra nota.

Bannon er sjötti maðurinn nátengdur Trump Bandaríkjaforseta sem er handtekinn og ákærður af alríkislögreglunni á undanförnum árum. Hinir eru Roger Stone, Michael Flynn, Rick Gates, Paul Manafort og Michael Cohen.

Í ákærunni segir að meginþorri fjármunanna sem söfnuðust hafi vissulega farið í að byggja vegg en hundruð þúsunda hafi verið varið í persónuleg útgjöld Bannons. Þau útgjöld voru meðal annars vegna ferðalaga og gistinga, neysluvara og persónuleg kreditkorta útgjöld. Brian Kolfage sem einnig er ákærður fyrir aðild að málinu, á meðal annars að hafa eytt fjármunum söfnunarinnar í endurbætur á heimili sínu, skattgreiðslur, hlutagreiðslu í báti, lúxus jeppa, golfbíl, skartgripi, lýtaaðgerð og kreditkorta reikninga sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans