Frumathugun á beinunum sem fundust í Grindavíkurhrauni í fyrrakvöld leiðir í ljós að ekki er um mannabein að ræða. Ekki liggur hins vegar fyrir af hvaða dýri beinin eru.
Þessar upplýsingar fékk DV frá lögreglunni á Suðurnesjum rétt í þessu.
„Þetta gætu verið mannabein, þarna eru rif og hryggjarliðir sem geta ekki verið úr kind, segi ég, því ég hef séð margar kindagrindurnar. Rifin eru nokkuð stór,“ sagði Ágúst Ísfeld í viðtali við DV í gær en hann fann beinin er hann var að rúnta á fjórhjólinu sínu nálægt Grindavík. Beinafundurinn var nálægt Fagradal í Grindavíkurhrauni.
Sjá einnig: Ágúst grunar að hann hafi fundið mannabein