,,Við fórum í Hólsá og það komu tveir maríulaxar á land, frábær dagur fyrir framtíðar veiðimenn,“ sagði Pétur Pétursson en sonurinn veiddi maríulaxinn og konan mín líka, skemmtilegur dagur hjá okkur.
,,Sonurinn, Pétur Jóhann 8 ára, veiddi maríulaxinn en hann fékk fiskinn á spún. Nokkrum dögum áður fékk hann nýjar vöðlur og veiðitúr í framhaldinu. Hann var brasa við fiskinn í einar tíu mínútur með fiskinn og hann var 6.2 pund. Mamma hans, Kristún Ingadóttir, kom í smá tíma og náði líka í sinn fyrsta lax,“ sagði Pétur ennfremur um eftirminnilegan dag í veiðiskapnum.
Mynd. Pétur Jóhann Pétursson með maríulaxinn sinn. Mynd PP