Gæsveiðitíminn byrjaði í morgun fyrir alvöru en mikið hefur sést af gæs víða um land. En gæsin heldur sig mikið upp á heiðum þessa dagana í berjum. Hún kemur lítið niður fyrr en kólnar verulega.
,,Ég var fyrir vestan og það töluvert af fugli víða á túnum. Held að þetta verði gott tímabil eins og síðustu ár,“ sagði veiðimaður sem var á leiðinni í gæsaveiði og líka með stöngina í skottinu. Veðiferðin yrði virkjuð útí það ýtrasta bæði í skot- og stangveiði.
Margir munu hugsa sér gott til glóðarinnar og fara á gæs á byrjun tímabilsins en andaveiðin byrjar síðan 1. September. Spennandi verður að sjá hvernig veiðiskapurinn gengur. Margir stunda andaveiðina á hverju ari.
Mynd. María Björg Gunnarsdóttir með gæs á veiðislóðum en veiðin hófst í morgun.