fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr sig undir erfitt haust

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr sig undir erfitt haust en umsóknum um aðstoð hefur fjölgað um 41% síðustu fimm mánuði borið saman við sama tíma í fyrra. Í mars og apríl fjölgaði umsóknum um 58% samanborið við sömu mánuði á síðasta ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Kristínu Ólafsdóttur, fræðslufulltrúa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, að færri sæki um aðstoð á sumrin, þannig hafi það verið undanfarin ár. Nú sé Hjálparstarfið að undirbúa sig undir þungt haust út frá því sem fram hefur komið um að margir séu að klára uppsagnarfrest og enn aðrir fari á ótekjutengdar atvinnuleysisbætur.

Í mars og apríl fengu 564 einstaklingar og fjölskyldur, sem búa við fátækt, aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þær 356.

Í gær hófst Hjálparstarfið handa við að aðstoða foreldra, sem búa við kröpp kjör, um ýmislegt sem vatnar í upphafi skólaárs.

„Sem betur fer þurfa foreldrar ekki lengur að leggja út fyrir námsgögnum grunnskólabarna. En það þarf samt sem áður að útvega skólatöskur, pennaveski, tréliti og fleira smálegt sem börnin nota við heimanámið. Hjálparstarfið hefur aðstoðað foreldra vegna íþrótta- og frístundastarfs grunnskólabarna og hingað hafa efnalítil ungmenni sótt stuðning til að greiða skólagjöld í framhaldsskóla. Þar fyrir utan aðstoðar Hjálparstarfið fólk sem býr við fátækt með því að það fær inneignarkort fyrir matvöru, eftir viðtal, og faglegt mat félagsráðgjafa hér.“

Er haft eftir Kristínu sem sagði að þrír félagsráðgjafar starfi hjá hjálparstarfinu og hafi þeir orðið varir við aukinn kvíða tengdan óvissunni í kringum COVID-19 faraldurinn. Faraldurinn auki óvissu fólks um framtíðina og geri slæma stöðu enn verri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“