fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 19:05

Argentína steikhús. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Sigfússon, fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss, hefur verið ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Kristján var annar eigandi veitingastaðarins sögufræga allt frá árinu 1990 og þar til hlutafélag hans, Pottur, varð gjaldþrota árið 2017, en þá tóku aðrir eigendur við veitingastaðnum, en hann starfar ekki í dag.

Lýstar kröfur í Pott á sínum tíma voru 86 milljónir króna en ekkert fékkst upp í þær.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er Kristján sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir árin 2015 og 2016 upp á samtals tæplega 12 milljónir króna og ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir sömu ár og fyrstu tvo mánuði ársins 2017 upp á samtals rúmlega 17 milljónir.

Ennfremur er Kristján ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað Potti ehf. ávinnings af brotum ofangreindum skattalagabrotum, samtals að fjárhæð tæplega 29 milljónir króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar fyrirtækisins og eftir atvikum í eigin þágu.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. ágúst.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm