fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Áhyggjufullir Bandaríkjamenn rannsaka hvort fljúgandi furðuhlutir séu til – „Við erum ekki ein“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 05:40

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur dularfull atvik í loftrýminu yfir austurströnd Bandaríkjanna 2014 og 2015 hafa vakið ákveðnar áhyggjur í varnarmálaráðuneyti landsins, Pentagon, sem hefur ákveðið að hefja rannsókn á málinu.

Á þessu tímabili voru orustuflugmenn við æfingar á svæðinu en í þeim sáu sumir þeirra undarlega fljúgandi furðuhluti. Hluti sem gerðu hluti í loftinu sem er ekki hægt að gera með þeirri tækni sem við ráðum yfir.

Flugmennirnir tilkynntu þetta fyrst til yfirmanna flotans og byrjuðu þeir að skrá þessa undarlegu atburði því svipaðir atburðir höfðu gerst 2005 og því var ákveðið að skrá þetta kerfisbundið.

En ekkert frekar var aðhafst í málinu og verkefnið fór fram með algerri leynd. Fyrir tveimur árum birti New York Times umfjöllun um málið og ræddi við nokkra flugmenn sem lýstu því sem þeir höfðu séð og þá fór boltinn að rúlla.

Í september á síðasta ári viðurkenndi Pentagon að málið væri á rökum reist. Ráðuneytið hefði mikið af myndefni af þessu. Myndefni sem var tekið upp með innrauðum myndavélum flugvélanna.

Í greininni segja flugmennirnir meðal annars frá því að þeir hafi séð hluti sem snerust og fóru á móti vindi. Engir sýnilegir hreyflar voru á hlutunum, þeir skildu ekki neina slóð eftir sig og flugu hraðar en þekkist. Sumir þeirra hreyfðust líka á vegu sem á ekki að vera hægt. Til dæmis stöðvaðist einn þeirra mjög snöggt og jók síðan hraðann úr kyrrstöðu upp í gríðarlegan hraða á örskotsstundu.

Samkvæmt umfjöllun The Times hefur þetta vakið áhyggjur í Bandaríkjunum.

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá er kannski best, ef þetta er eitthvað, að þetta komi frá annarri plánetu frekar en að vera merki um tækniþróun Rússa og Kínverja, eitthvað sem við ráðum ekki yfir.“

Sagði Marco Rubio þingmaður frá Flórída og meðlimur í leyniþjónustunefnd þingsins.

Pentagon hefur nú ákveðið að setja rannsóknarnefnd á laggirnar sem á að rannsaka málið. Nú þegar hafa stjarneðlisfræðingar rætt við nefndina um „fljúgandi furðuhluti utan úr geimnum“.

Rannsóknarnefndin á að bæta skilning okkar og veita betri innsýn í hvaða hlutir þetta eru. Markmiðið er finna, greina og skrá þessa hluti og meta hvort þeir eru ógn við þjóðaröryggi, segir meðal annars í tilkynningu frá Pentagon. David Nordquist, varavarnarmálaráðherra er formaður nefndarinnar.

Frá 2007 til 2012 fór leynileg rannsókn fram á þessum hlutum en henni var hætt vegna niðurskurðar. Luis Elozondo, sem stýrði þeirri rannsókn, sagði upp störfum 2017 til að mótmæla niðurskurðinum og leyndinni sem hvíldi yfir rannsókninni. Þá sagði hann:

„Þessi loftför, köllum þau loftför, geta ýmislegt sem Bandaríkin geta ekki. Þetta geta önnur ríki ekki heldur, eftir því sem við best vitum. Þetta eru ansi sannfærandi sannanir fyrir að við erum ekki ein.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin