Björt og rúmgóð útsýnisíbúð í húsi sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt er til sölu.
Sigvaldi var einn af þekktustu og virtustu arkitektum Íslands. Hann var afkastamikill arkitekt og eftir hann standa margar þekktar byggingar, einbýlishús, fjölbýli, skólar, hótel og virkjanir. Byggingar hans einkennast af sterkum litum, oft gulum og bláum með hvítu, sem nú eru oft kallaðir Sigvaldalitir
Sigvaldi hannaði íbúðina sem er til sölu við Háaleitisbraut. Íbúðin er ólík öllum öðrum í húsinu. „Eign með sögu og sál sem vert er að skoða,“ segir í fasteignaauglýsingu fyrir íbúðina.
Um er að ræða fimm herbergja 141,2 fermetra íbúð. Það eru tvö baðherbergi og þvottahús í íbúðinni sem var byggð árið 1964. Það eru settar 56,5 milljón krónur á íbúðina.
Sjáðu myndir af íbúðinni hér að neðan.