fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Kynning

Gjafabréf í vellíðan og dekur er jólagjöf sem gleður

Kynning

Abaco Heilsulind, Hrísalundi 1, Akureyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður sífellt vinsælla að gefa upplifun og vellíðan í jólagjöf og þar koma gjafabréfin sterk inn. Gjafabréf í Abaco Heilsulind á Akureyri er jólagjöf sem gleður marga. Vinsælust eru gjafabréf í nudd, fótsnyrtingu, andlitsmeðferðir og baðstofudekur. Dekurdagar eru líka vinsælir en þar er búið að setja saman vinsælustu meðferðirnar á staðnum og er þá gefinn afsláttur eftir því hvað keypt er fyrir háa upphæð, 5–15% afsláttur. Einnig er vinsælt að kaupa fyrir ákveðna upphæð og viðkomandi getur ráðið hvað hann gerir. Þess má geta að hægt er að nota gjafabréfin í annað en það sem á þeim stendur ef eigandi bréfsins óskar þess.

Gjafabréfin eru til sölu á staðnum, að Hrísalundi 1, en einnig er hægt að hringja í síma 462-3200 eða senda fyrirspurn á netfangið abaco@abaco.is.

Húðslípun er afar öflug og örugg húðmeðferð sem Abaco Heilsulind á Akureyri býður upp á. Meðferðin er framkvæmd með Silk Peel húðslípunartæki. Þetta er heildræn húðmeðferð þar sem ysta lag húðarinnar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta. Árangurinn er sléttari, mýkri og þéttari húð, auk þess sem áferð húðarinnar verður fallegri. Húðslípun er meðferð sem hentar fólki á öllum aldri og er örugg fyrir allar húðgerðir. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin ferskan blæ, verður þéttari, mýkri, hreinni og unglegri.

Þessi einstaka húðmeðferð lætur húðina líta betur út og endurheimta ljóma sinn. Dauðar húðfrumur eru fjarlægðar, blóðflæði örvað og vöxtur nýrra fruma og bandvefur örvast. Meðferðin bætir áferð og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Eldri húð sem farin er að þynnast styrkist og þéttist. Meðferðin veitir örugga hreinsun á yfirborði húðarinnar, dregur úr húðstíflum og opnar húðholur dragast saman. Sjáanlegur munur á húðinni er eftir hvert skipti og verða stöðugar framfarir á ástandi hennar.

Húðslípun vinnur meðal annars á eftirtöldum vandamálum:

Ótímabær öldrun
Fínar línur og hrukkur
Ör eftir skurði og bólur
Hörundslýti og húðþykkildi
Unglingabólur og óhrein húð
Exemhúð
Húðslit

Mælt er með að farið sé í þrjár meðferðir með u.þ.b. tveggja vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Fjöldi meðferða fer þó alltaf eftir því hvaða vandamáli er verið að vinna á. Eitt skipti frískar verulega upp á húðina og gefur ljóma og gott útlit. Fyrir óhreina og bólótta húð er mælt með að lágmarki 6 meðferðum með tveggja til þriggja vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Sama á við um meðferð við húðsliti.

Eftirmeðferð

Bera skal rakakrem á meðferðarsvæði og nota rakamaska fyrstu dagana eftir meðferð. Forðast ber sól og ljósabekki í a.m.k. þrjá sólarhringa eftir meðferð. Forðast jafnframt sund og heita potta í a.m.k. þrjá sólarhringa. Sleppa skal líkamsrækt sama dag og meðferð á sér stað. Nota á SPF 30 sólarvörn eða sterkari í viku eftir meðferð.

Um Abaco Heilsulind

Abaco Heilsulind er til húsa að Hrísalundi 1 á Akureyri. Þetta er ein best búna heilsulind landsins, einstakur staður til að slaka á, endurnærast og njóta lífsins. Abaco býður viðskiptavinum sínum upp á herðanudd og kaldsteinanudd ofan í heitum potti. Steinanuddið er einstakt og mjög sérstök upplifun: Herðar, háls, bringa og andlit eru nudduð með köldum steinum, sem vekur mikla vellíðan. Þetta hentar fyrir pör og hópa. Einnig er boðið upp á andlitsmaska í pottinum.

Viðskiptavinir Abaco eru hvattir til að nýta sér aðgang að baðstofunni þegar komið er í nudd eða snyrtimeðferð, en aðgangur er innifalinn í öllum meðferðum.

Vínveitingaleyfi er á staðnum og gestir geta hresst sig á víni, bjór eða gosdrykkjum.

Í Abaco Heilsulind er boðið upp á allar helstu snyrtimeðferðir, eins og litun og plokkun, hand- og fótsnyrtingu, vaxmeðferðir, Guinot andlitsmeðferðir og demantshúðslípun. Abaco Heilsulind er eina stofan á Akureyri sem býður upp á St.Tropez brúnkumeðferðir. Auk þess eru í boði lasermeðferðir til háreyðingar og til að vinna á háræðasliti. Enn fremur er til staðar frystipenni sem virkar á húðflipa og vörtur.

Dömulegt tilboð: Laserlyfting

Abaco býður upp á laser-lyftingu sem er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar. Meðferðin veldur því að yfirborð húðarinnar verður stinnara, þéttara og sléttara. Blóðstreymi í húðinni eykst, frumuskipti aukast og verða hraðari sem gefur fallegri og mýkri húð. Sjá nánar upplýsingar á meðfylgjandi mynd.

Boðið er upp á flestar tegundir af nuddi, eins og slökunarnudd, heilsunudd, íþróttanudd, ilmolíunudd og heit- og kaldsteinanudd. Einnig er í boði meðgöngunudd en á stofunni er sérstakur meðgöngubekkur.

Paranudd: Tilvalin jólagjöf fyrir hjón eða pör

Abaco býður núna upp á nudd fyrir hjón og pör. Tekið er á móti pörum í nudd í sama herbergi. Þetta er tilvalin hugmynd að gjafabréfi handa hjónum eða pari sem þér þykir vænt um.

Í Abaco starfa hjúkrunarfræðingur, snyrtifræðingar og nuddarar.

Þá má geta þess að á staðnum er til sölu úrval húðsnyrtivara, meðal annars frá Guinot, Sothys, Alessandro, St. Tropez og margt fleira.

Símanúmer hjá Abaco Heilsulind er 462-3200 og netfangið er abaco@abaco.is. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni abaco.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni