fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Neyðarfundur Evrópuleiðtoga um mótmælin í Hvíta Rússlandi

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 10:41

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar Evrópusambandsins ráðgera nú að halda neyðarfund um stjórnmálakreppu og mótmælin í Hvíta Rússlandi. Mótmælin eru þau stærstu sem sést hafa í sögu Hvíta Rússlands og hafa veikt stoðir einræðisherrans Alexanders Lukashenko sem setið hefur í 26 ár. Hvíta Rússland er síðasta einræðisríki Evrópu.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi, Svetlana Tikhanovskaya hefur hvatt leiðtogana til þess að viðurkenna ekki Lukashenko sem réttkjörinn forseta landsins. „Ég skora á ykkur að viðurkenna ekki kosningarnar,“ sagði Tikhanovskaya, „Lukashenko hefur glatað öllum trúverðugleika.“

27 leiðtogar Evrópusambandsríkja munu hittast í hádeginu á miðvikudaginn og er búist við að þeir lýsi yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna og mótmælahreyfinguna. Enn fremur er búist við að þeir muni lýsa yfir stuðningi við áformað viðskiptabann og refsiaðgerðir á fulltrúa stjórnarinnar í Minsk sem báru ábyrgð á umdeildum kosningum og eru sagðir hafa tryggt Lukashenko óverðskuldaðan sigur, sem og þeim sem hafa fyrirskipað að mótmælin skulu lamin niður með ofbeldisfullum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Niðurstöður kosninganna fyrir 11 dögum þykja ótrúverðugar, sér í lagi í ljósi viðbragða við niðurstöðunum, en Lukashenko er sagður hafa unnið með 80% og Tikhanovskaya með 10%. ESB hefur áður sagt að kosningarnar voru hvorki frjálsar né sanngjarnar.

„Hvít Rússar eiga rétt á að ákvarða sína eigin framtíð,“ sagði forseti Evrópuráðsins, Charles Michel, í bréfi sínu til leiðtoga Evrópusambandsríkjanna. „Til að gera þeim það kleift, þarf að stöðva ofbeldið, koma á friði og réttmætri stjórn sem nýtur stuðnings almennings.“

The Guardian greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans