Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi nokkrum myndum á Instagram í maí og vöktu þær gríðarlega athygli. Khloé var sögð nær óþekkjanleg á myndunum og var sökuð um að notast við Photoshop til að breyta myndunum. Photoshop-kenningin reyndist rétt, að einhverju leyti, þar sem glöggir netverjar tóku eftir að það vantaði hluta af keðjunni af hálsmeni hennar.
https://www.instagram.com/p/CAgYA12BRqi/?utm_source=ig_embed
Khloé var í kjölfarið harðlega gagnrýnd og sögð vera léleg fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Hún tjáði sig aldrei um málið en nú virðast myndirnar vera aftur til umræðu. Ástæðan er atriði úr Keeping Up With The Kardashians sem er tekið upp sama dag og Khloé birti myndirnar. Hún er í sömu fötum, með sama hálsmen og sömu hárgreiðslu.
Netverjar bera nú saman myndina sem Khloé deildi og skjáskot úr þættinum. Myndirnar hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og er raunveruleikastjarnan höfð að háð og spotti á Twitter.
Not my tweet becoming a TikTok pic.twitter.com/iF6vUmJU1D
— daniele (@dcagiunta) August 14, 2020
She has to keep her man by any means necessary. Even if she has to switch faces like a sims pic.twitter.com/73m9ptj37C
— The most opinionated (@MParis270) August 14, 2020
That’s how 2020 feels
— Isaiah and 137 others… (@isaiahsouf) August 14, 2020
Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig fjallað um Photoshop-mistökin en umtalið virðist ekki trufla Khloé sem deildi mynd af sér fljóta í sundlaug og skrifaði með: „Afsakið, kemst ekki í símann núna.“
https://www.instagram.com/p/CD4W0UFBAF6/