fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja gæti þurft að fara í greiðsluskjól

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 07:45

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna hertra aðgerða á landamærunum og skorti á mótvægisaðgerðum gæti fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja ekki átt neinn annan kost en að fara í greiðsluskjól. Greiðslufrestur hjá fjármálafyrirtækjum og heimild til að nýta hlutabætur renna út í haust.

„Það var komið þó nokkuð líf í markaðinn og við vorum farin sjá fram á að eftir harkalegar hagræðingaraðgerðir gætum við rekið þrjú af hótelunum okkar í vetur og átt fyrir launum og kostnaði, og hugsanlega borgað af lánum.“

Hefur Markaður Fréttablaðsins eftir Kristófer Oliverssyni, formanni Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóra Center Hotels.

Haft er eftir honum að hertar aðgerðir á landamærunum gjörbreyti stöðunni og stjórnvöld þurfi að bregðast við. Annað hvort þurfi að hverfa frá hertum aðgerðum eða koma til móts við atvinnulífið með því að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina.

Aðspurður um hvort hann telji að mörg hótel muni nýta sér úrræðið í vetur sagði hann að það velti á hversu hart kröfuhafar gangi að skuldurum á næstu mánuðum og hverjar mótvægisaðgerðir stjórnvalda verða.

Runólfur Þór Sanders, sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja hjá Deloitte, sagði að tímabundinn greiðslufrestur á lánum, sem bankar og fjármálastofnanir hafa veitt mörgum fyrirtækjum frá í apríl renni út í lok september. Með þessu úrræði gátu fyrirtæki frestað greiðslum í allt að sex mánuði. Í september eða október muni koma í ljós hvort úrræðið um greiðsluskjól verði nýtt af mörgum.

„Margir hljóta að íhuga greiðsluskjól fyrir veturinn í ljósi þess að staða ferðaþjónustunnar er nánast óbreytt frá því í vor. Ef það verður ekki bóluefni í augsýn fyrir áramót, eða ef önnur úrræði, eins og greiðslufrestur hjá bönkum, verða ekki framlengd, þá ættu öll ferðaþjónustufyrirtæki að skoða þessa leið.“

Er haft eftir Runólfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“