fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Þórdís biðst afsökunar

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 18:20

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum um helgina, þegar hún fór líkt og alþjóð veit í bæjarferð ásamt vinkonum sínum.

Í kvöld birti Þórdís færslu á Facebook vegna málsins. Þar fullyrti hún að hún hefði borgað uppsett verð fyrir allt, og ekki hlotið nein fríðindi.

Þá birtir hún svar frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu, þar sem að kemur skýrt fram að Þórdís virðist ekki hafa þegið nein fríðindi í umræddri ferð sinni.

Að lokum segir hún þó að gjörðir sínar hafi ekki verið hafnar yfir vafa. Því biðst hún afsökunar.

„Að gefnu tilefni:

Ég hef fengið fyrirspurnir um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum um síðustu helgi. Því er til að svara að ég greiddi uppsett verð og naut engra sérkjara.

Vegna viðskiptasamstarfs einnar í hópnum bauðst hópnum frír aðgangur að heilsulind Hilton Nordica og gisting á hótelinu. Ég gisti hins vegar ekki og gerði hópnum frá upphafi ljóst að ég myndi borga allan minn kostnað og gerði það. Ég bað ekki um nein sérkjör, hvorki þarna né annars staðar, og greiddi uppsett verð fyrir allt.

Ég óskaði eftir að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í þessu máli fælist brot á siðareglum ráðherra. Í áliti hennar segir:

„Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli. Loks skiptir hér máli að myndir af ráðherra sjálfri voru ekki merktar sem auglýsing eða samstarf, heldur er um að ræða aðrar myndir sem teknar voru sama dag. Miðað við þær forsendur sem hér er gengið út frá má því ætla að ekki sé um brot á siðareglum ráðherra eða öðrum reglum að ræða.“

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður