Tveggja metra reglan var kynnt fyrir okkur í upphafi heimsfaraldurs COVID-19 á Íslandi. Hins vegar hefur ekki verið alls kostar skýrt hvað felst í reglunni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var gagnrýnd um helgina fyrir að gæta ekki að tveggja metra reglu þegar hún kom saman með vinkonum sínum. Þá vöknuðu spurningar meðal margra um hvort gæta þurfi að tveimur metrum þegar nákomnir koma saman eða hvort hún gildi gagnvart öllum aðilum sem ekki deila saman heimili.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, tók fram á fundi almannavarna í gær að Þórdís hafi ekki brotið gegn sóttvarnarreglum. Tveggja metra reglna eigi að standa öllum til boða og gilda gagnvart ókunnugum en svo sé það undir hverjum og einum komið hvernig þeir haga samkomum við sitt og sína.
Þessi ummæli Þórólfs hafa vakið mikla furðu í samfélaginu og telja margir ljóst að inntak tveggja metra reglunnar þurfi að skýra betur, enda hafi almannavarnir gefið út misvísandi upplýsingar. Margir tala nú um upplýsingaóreiðu, óvissu, misvísandi upplýsingar og velta því fyrir sér hvort að ummæli Þórólfs feli í sér að tveggja metra regla sé almennt valkvæð líkt og hún var í sumar.
Þórólfur vinnur nú hörðum höndum að því að leggja fram skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. DV sendi honum fyrirspurn og bað hann að skýra með einföldum hætti inntak reglunnar í dag, en baðst hann undan því þar til hann hefur lokið skýrari útfærslu hennar.
Í auglýsingu ráðherra um tveggja metra reglu má finna orðalag um að þeir sem ekki deili heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur sagt að þetta orðalag sé óheppilegt og erfitt fyrir lögreglu að framfylgja. Því ætti að breyta orðalagi auglýsingar með þeim hætta að þeir sem ekki deili heimilisfangi geti engu að síður hist.
Eftir fund almannavarna í gær lýstu margir netverjar yfir óánægju með óskýra tveggja metra reglu og ummæli Þórólfs.
„Ég hef áhyggjur af framhaldinu ef þetta eru skilaboðin!!!“
Þórólfur er búinn að skíta í buxurnar og missa salinn. Exit stage left.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) August 18, 2020
Það hlaut að koma að því. Gamla fólkið á facebook er búið að cancella þríeykinu
— Þorsteinn Vilhjálmss (@kirjalax) August 18, 2020
Bíddu, þannig að Þórólfur skemmdi 2m regluna til að… hvað?… Verja einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins?… 🤔
— Daníel Freyr Jónsson (@FreyrDaniel) August 17, 2020
Mér finnst 2m reglan enn óljósari eftir fundinn. Má ég þá bara bjóða 99 vinum mínum í partý og við sleppum 2m ef við viljum? Eða fara með 10 manna blönduðum vinahóp út að borða, sem fer svo út að borða með öðrum vinum osfrv?https://t.co/KHohAkRnMD
— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) August 17, 2020
Þessi fermingarveisla mín er bara “on” aftur umsvifalaust. Greinilegt að engar reglur banna hana.
— Erlendur (@erlendur) August 17, 2020
Ég hvet alla til að fara varlega og hef sjálfur aflýst allskonar. En er bara að benda á að þetta er ekki jafn klippt og skorið og sumir hafa viljað meina. Og sömuleiðis að hneykslun og klögumál eru ekki leiðin áfram.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 17, 2020
Var svarið á upplýsingafundinum samt ekki fullkomnlega óskýrt og til að auka upplýsingaóreiðuna? Þórdís hafi ekki fylgt reglunum en samt ekki brotið þær.
— Andrés Ingi (@andresingi) August 17, 2020
Það er svo ógeðslega pirrandi að þetta sé svona óskýrt. Reglan var sett fram þannig að við ættum að halda 2m fjarlægð frá þeim sem við deilum ekki heimili með. Mjög einfalt. En svo bara gildir það ekki alveg og er hvers og eins að meta. Hvernig er þá reglan? https://t.co/Lj7JU1KiDp
— Birna Dís (@birnadis) August 17, 2020
þetta er orðin óþolandi kaos. 2 metra regla en samt ekki, grímuskylda en samt ekki. sýndi þessu skilning fyrstu dagana eftir breytingar en núna er þetta bara bull.
— Kratababe93 (@ingabbjarna) August 18, 2020
Það er bara ein fkn regla og það er að halda 2 metra fjarlægð og þá sérstaklega við ókunnuga en einnig með vinum og öðrum sem maður þekkir nema þegar það er ekki hægt enda erfitt að virða regluna við sumar aðstæður en þó ber að hafa í huga að tveggja metra reglan er í gildi.
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) August 17, 2020
Þarna er komin í gang mikil upplýsingaóreiða, óljóst hvað þessi tveggja metra regla þýðir núna og hversu mikið megi beygja hana. Sammála því að það snýst í raun minnst um ráðherrann en hún er samt lítið að hjálpa til sjálf.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 16, 2020
Bjargaði Þórdís og langþráði vinkonuhópurinn okkur frá 2ja metra reglunni? https://t.co/OobWoIlONK
— Erna Ýr Öldudóttir (@ErnaYarrr) August 18, 2020
Í alvöru? Finnst þér það í alvöru ekki skýrt?
Og ég tek það fram að ég vil ekki að ráðherra segi af sér. Ég held einfaldlega að fólk sé reitt því þetta mál kristallar að það er tvennt í gangi á sama tíma. Hvoru meginn á fólk að vera? Er 2metra regla eða ekki?
— Rakel Adolphsdóttir (@rakelar) August 18, 2020
Frábært að einn ráðherra skítur á sig og þá eru fyrirmæli almannavarna bara endurútskýrð þannig að eftirá hefur hún ekki gert neitt af sér. Þetta er bara eins og best gerist í Tyrklandi, Bandaríkjum Trump og Kína. Til hamingju allir sem að þessu koma, við erum ein af stórveldunum
— Henrý (@henrythor) August 17, 2020
Ætla að verða ráðherra og setja svo mynd á insta af mér að kýla í fötu með vinum mínum. Þá kemur lögleiðing á kannabisi seinna í vikunni.
— Glamúr Lemúrinn (@GLemurinn) August 17, 2020
Ráðherra og varaformaður sjálfstæðisflokksins gerir upp á bak og Sóttvarnarlæknir ákveður að fórna sínum trúverðugleika. Aðeins á Íslandi!
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) August 17, 2020