fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Twitter logar vegna tveggja metra óvissu – „Gildir tveggja metra reglan eða ekki?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja metra reglan var kynnt fyrir okkur í upphafi heimsfaraldurs COVID-19 á Íslandi. Hins vegar hefur ekki verið alls kostar skýrt hvað felst í reglunni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var gagnrýnd um helgina fyrir að gæta ekki að tveggja metra reglu þegar hún kom saman með vinkonum sínum. Þá vöknuðu spurningar meðal margra um hvort gæta þurfi að tveimur metrum þegar nákomnir koma saman eða hvort hún gildi gagnvart öllum aðilum sem ekki deila saman heimili.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, tók fram á fundi almannavarna í gær að Þórdís hafi ekki brotið gegn sóttvarnarreglum. Tveggja metra reglna eigi að standa öllum til boða og gilda gagnvart ókunnugum en svo sé það undir hverjum og einum komið hvernig þeir haga samkomum við sitt og sína.

Þessi ummæli Þórólfs hafa vakið mikla furðu í samfélaginu og telja margir ljóst að inntak tveggja metra reglunnar þurfi að skýra betur, enda hafi almannavarnir gefið út misvísandi upplýsingar. Margir tala nú um upplýsingaóreiðu, óvissu, misvísandi upplýsingar og velta því fyrir sér hvort að ummæli Þórólfs feli í sér að tveggja metra regla sé almennt valkvæð líkt og hún var í sumar.

Þórólfur vinnur nú hörðum höndum að því að leggja fram skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. DV sendi honum fyrirspurn og bað hann að skýra með einföldum hætti inntak reglunnar í dag, en baðst hann undan því þar til hann hefur lokið skýrari útfærslu hennar.

Í auglýsingu ráðherra um tveggja metra reglu má finna orðalag um að þeir sem ekki deili heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur sagt að þetta orðalag sé óheppilegt og erfitt fyrir lögreglu að framfylgja. Því ætti að breyta orðalagi auglýsingar með þeim hætta að þeir sem ekki deili heimilisfangi geti engu að síður hist.

Eftir fund almannavarna í gær lýstu margir netverjar yfir óánægju með óskýra tveggja metra reglu og ummæli Þórólfs.

„Ég hef áhyggjur af framhaldinu ef þetta eru skilaboðin!!!“

Þóróflur missti salinn

Gamla fólkið á Facebook

Skemmdi Þórólfur tveggja metra regluna ?

Reglan óljósari en áður

Fermingaveislan aftur á dagskrá

 

Ógeðslega pirrandi

Bara bull

Bara ein fokking regla

Upplýsingaóreiða

Djammið sem breytti reglunni ?

Er tveggja metra regla eða ekki ?

Ísland í lið með stórveldum

Er þetta það sem koma skal ?

Aðeins á Íslandi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan