fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Opnar sig um mál einhenta barnaníðingsins fyrir vestan – „Þessi frétt var glannalega framsett“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Torfason, sem hefur ritstýrt mörgum af stærstu fjölmiðlum landsins er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Eftir Mikael liggja fjölmargar bækur og um árabil ritstýrði hann DV, Fréttablaðinu, Fréttatímanum og tímaritum Birtings.

Mikael og Sölvi ræða í hlaðvarpinu um  alls kyns atvik sem hafa átt sér stað á bak við tjöldin í fjölmiðlabransanum. Meðal annars þegar tugþúsundir Íslendinga vildu leggja niður DV eftir að umfjöllun blaðsins um kynferðisbrot Gísla Hjartarsonar, einhents kennara fyrir vestan, sem fyrirfór sér þegar hann vékk veður af því að um mál hans yrði fjallað á forsíðu DV morguninn eftir.

,,Ástæðan fyrir því að þetta var svona umdeilt var að við vorum að kroppa í sár sem enginn hafði þorað að kroppa í. Varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og kynbundið ofbeldi og fleira. Það var á þessum tíma raunverulegt að skömmin var þín ef þú varst fórnarlamb,” segir Mikael og bætir við að það sé erfitt fyrir marga að skilja tíðarandann sem var í gangi

Annar tíðarandi 

Mikael bendir á annað mál, mál Ólafs Skúlasonar, biskups, sem var sakaður um kynferðislega misnoktun af fjölmörgum konum, þar á meðal dóttur sinni.

,,Gleymum því ekki að Ólafur Skúlason, biskup yfir landinu, það stíga fram fullt af konum, en hvað verður um málið? Hann segir aldrei af sér, allir þessir kallar og stofnanir styðja hann. Það er botnlaus stuðningur, á meðan konan sem var forsprakki í málinu endar með að flytja úr landi. Hann bara vann og klárar alveg ferilinn sinn og núverandi biskup og fleiri prestar gerðu allt til að koma bara á sáttum og hitta konurnar. Þetta voru konur sem voru trúaðar og það átti að plata þær inn í kirkjuna til að láta þær hitta gerendur til að þagga þetta niður og bæla þetta…..þetta var tíðarandinn!”

Átti að vinna áfram með geranda sínum

Mikael nefndir fleiri dæmi um tíðarandann sem áður var, mál sem líklega  þættu mjög óvenjuleg í dag:

,,Við skrifuðum til dæmis frétt um kokk á Hard Rock sem nauðgaði einni þjónustustúlkunni, en hún átti bara að halda áfram að vinna með honum á meðan hann beið dóms. Það var viðhorfið. Við vorum að rífa niður gluggatjöld sem voru raunveruleg. Við vorum með kenningu sem Illugi Jökulsson var í raun meiri höfundur að en ég á þeim tíma..en hann þurfti ekki langa söluræðu við mig, sem var að það þyrfti bara að skila skömminni. Við byrjuðum á þessu  2003 og þetta þótti gríðarlega róttækt og viðbrögð frá fólki voru í raun bara hvort við værum alveg ruglaðir.”

Hræðilegt mál

Um fréttina af barnaníðingnum fyrir Vestan sem olli því að tugþúsundir manna skrifuðu undir undirskriftarlista um að leggja niður DV segir Mikael:

,,Hann tók drengi í aukakennslu og ef honum tókst að plata þá, þá nauðgaði hann þeim og misnotaði þá, þetta var hræðilegt mál. Fréttin er alveg rock solid en svo gerist það um nóttina áður en blaðið fer í prentun að hann hengir sig. Þessi frétt var glannalega framsett. Í fullkomnunaráráttunni minni á þessum tíma fannst mér að það hefði verið betra að standa fastari fótum og vera ekki með einhvern fíflaskap í þessu máli og sleppa því að segja að hann væri einhentur. Þetta var fullmikið ,,british tabloid“, en það var rosalega lærdómsríkt ferli sem fylgdi þarna á eftir að vera svona umdeildur.”

Þurfti að forða sér með börnin

Mikael þurfti að fara með börnin sín út á land og láta þau vera þar í kjölfarið, þar sem hann lenti í alls kyns hótunum og segir að barnaníðingar hafi fengið byr í seglin eftir þetta mál.

,,Það var fullt af nafntoguðu fólki sem vildi segja þá skoðun sína að ég hefði drepið mann þegar ég skrifaði fréttina og hann hengdi sig. En það skrýtnasta sem ég lenti í var þegar ég var að kaupa raðhús í Grafarvogi og það er búið að ganga frá öllu og svo er hist til þess að undirrita afsal. Síðan kemur fasteignasalinn inn í herbergi til okkar og þá erum við að kaupa hús af Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni vestan af fjörðum sem var ofboðslegur vinur þessa barnaníðings (sem fyrirfór sér eftir frétt DV). Fasteignasalinn segir að Kristinn neiti að vera í sama herbergi og ég og hann hljóp bara á milli herbergja til að klára þetta.”

Í dag býr Mikael með fjölskyldu sinni í Vínarborg, þar sem hann fæst mest við að skrifa handrit fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Í viðtalinu fara hann og Sölvi yfir stórmerkilegan feril Mikaels, erfiðustu fréttirnar, eigendaafskipti, gildi í blaðamennsku og margt margt fleira.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=NJrk2gs7fuk&t=2654s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn