fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Þúsundir á tónlistarhátíð í Wuhan

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 10:40

Mynd/Skjáskot BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir manna komu saman á tónlistarhátíð í Wuhan Maya Beach vatnsgarðinum í borginni Wuhan í Kína samkvæmt frétt BBC. Þar var enginn með grímu og tveggja metra reglan var ekki við lýði.

Wuhan borg kannast flestir við eftir að fyrsta tilfelli af Covid-19 kom þar upp í lok síðasta árs. Af myndum að dæma virðist vera sem faraldurinn, sem heimurinn allur glímir við, sé í algleymingi í Wuhan.

Mynd/Skjáskot BBC

Þann 23. janúar var sett á útgöngubann í Wuhan, það fyrsta vegna Covid-19. Afléttingar á útgöngubanninu hófust í mars og var því formlega aflétt þann 8. apríl. Engin smit hafa orðið innan Wuhan borgar eða Hubei héraðs síðan um miðjan maí.

Allir borgarbúar skimaðir

Um tíma virtist lífið farið að hafa sinn vana gang. Skólar og fyrirtæki opnuðu ásamt almenningssamgöngum. Þann 12. maí komu upp sex ný tilfelli í Wuhan. Borgin skipulagði skimun á öllum borgarbúum, 11 milljón manns. Fljótlega náðist utan um útbreiðsluna.

Í júlí fór lífið fyrir alvöru að verða eins og áður. Bíóhús, almenningsgarðar, bókasöfn og söfn opnuðu og stærri samkomur voru leyfðar.

Mynd/Getty

Miðað við veisluhöld um síðustu helgi virðist lífið í Wuhan orðið eins og það á að vera. Skipuleggjendur hátíðarinnar gáfu því byr undir báða vængi með því að bjóða kvenkyns ferðalöngum upp á helmings afslátt af miðum á hátíðina til að laða að fleira fólk.

Wuhan happy valley, garðurinn sem á Maya vatnagarðinn þar sem hátíðin fór fram, opnaði 25. júní. Samkvæmt framkvæmdarstjóra garðsins byrjuðu gestir þó ekki að streyma í garðinn fyrr en í ágúst. Núna koma um 15.000 gestir í garðinn hverja helgi, helmingi færri en á sama tíma í fyrra.

Gagnrýnisraddir á samfélagsmiðlum

Á kínverskum samfélagsmiðlum hafa hátíðarhöldin verið gagnrýnd. Notendur á samfélagsmiðlinum Twitter hafa einnig tjáð sig um þessa stóru hátíð.

DeAnna Lorraine repúblikani í Bandaríkjunum segir þetta vera algjört grín.

Fjölmiðlamaður Piers Morgan skilur ekkert í að þetta sé leyfilegt.

Um 9,9 milljón manns í Wuhan hafa gengist undir skimun við veirunni. Í borginni eru engar reglur um stórar samkomur. Þrátt fyrir að stór hluti borgarbúa hafi verið skimaðir er enn hætta á að veiran komi til borgarinnar annars staðar frá segir smitsjúkdómasérfræðingur frá Ástralíu. „Vandamálið er að við höfum ekki upprætt sjúkdóminn.“

Í dag eru tilfellin rúmlega 22 milljónir og dauðsföllin tæplega 778 þúsund á heimsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io