Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um bifreið sem ekið var á felgunni eftir Reykjanesbraut.
Þegar lögreglu bar að garði var ökumaðurinn að bisa við að skipta um dekk. Reyndist hann undir áhrifum áfengis og fíkniefna, var það staðfest með sýnatöku.
Þetta kom fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Þar kemur einnig fram að allmargir ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók var á 187 km/klst þar sem hámarkshraði er 90.
„Þar var á ferðinni ökumaður um tvítugt og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða auk þess sem hans bíður ákæra vegna brotsins.“