fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þetta eru lykilleikmenn Samherja

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 20:40

Mynd- Anton Brink Feðgarnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Baldvin Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji birti í seinustu viku myndband sem olli töluverðu fjaðrafoki þar sem fáheyrt er hér á landi að stórfyrirtæki ráðist með álíka hætti að fjölmiðli. En hverjir eru það sem standa að baki Samherja?

ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON

Þorsteinn Már hefur verið forstjóri Samherja síðan árið 1983. Hann steig þó til hliðar í nóvember 2019 í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar um starfsemi félagsins í Namibíu. Í mars á þessu ári ákvað stjórn Samherja að Þorsteinn skyldi snúa aftur til starfa og verða forstjóri samstæðunnar við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. Þorsteinn og fyrrverandi eiginkona hans, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, voru meðal aðaleigenda Samherja þar til þau afsöluðu hlut sínum til barna sinna í maí.

KRISTJÁN VILHELMSSON

Kristján var, ásamt Þorsteini Má, einn aðaleigandi Samherja ásamt eiginkonu sinni, Kolbrúnu Ingólfsdóttur, eða allt þar til þau afsöluðu hlut sínum til barna sinna í maí. Hann er útgerðarstjóri fyrirtækisins á Íslandi og er meðal ríkustu einstaklinga landsins. Árið 2013 voru hann og Kolbrún efst á lista Viðskiptablaðsins yfir auðugustu Íslendingana með hreina eign umfram skuldir upp á rúmlega 6,8 milljarða. Hann vakti athygli árið 2017 fyrir að brjóta gegn skattalögum, en hann og Kolbrún vanræktu að telja fram til skatts í fjölda ára.

BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON

Björgólfur er forstjóri Samherja við hlið Þorsteins Más. Björgólfur hefur um árabil verið áberandi í íslensku viðskiptalífi. Hann var áður stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrir það var hann forstjóri Icelandair Group. Hann hefur einnig verið formaður Samtaka atvinnulífsins og í stjórn Festar svo fáein dæmi séu tekin. Hann er samt enginn nýgræðingur hjá Samherja en hann hefur víðtæka reynslu af sjávarútvegi og hefur þar að auki áður starfað fyrir Samherja. Hann hefur verið fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri hjá Samherja og forstjóri Síldarvinnslunnar sem var að hluta í eigu Samherja.

SAMHERJABÖRNIN

Börn Þorsteins Más og Kristjáns eru nú stærstu hluthafar í Samherja og hefur gjarnan verið vísað til þeirra sem „Samherjabarnanna“. Þau eru Katla Þorsteinsdóttir, Baldvin Þorsteinsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir. Þau sem mest hafa látið til sín taka í rekstri og starfsemi Samherja eru Baldvin, Kristján og Halldór.

Baldvin er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og stjórnarformaður Eimskips. Baldvin bregður fyrir í Samherjaskjölunum og vakti sérstaka athygli mynd í skjölunum þar sem hann stillir sér upp með namibískum konum. Baldvin er iðnaðarverkfræðingur og spilaði um árabil handbolta í efstu deild. Baldvin hefur verið nefndur sem líklegastur til að taka alfarið við af föður sínum þegar hann lætur af störfum.

Kristján Bjarni starfar sem rafeindavirki hjá Samherja og er tölvunarfræðingur að mennt.

Halldór starfar sem bílstjóri hjá Samherja á Akureyri. Árið 1997 hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir að stofna lífi og velferð fólks í augljósan háska, stófelld eignaspjöll og fleiri brot.

ANNA BRYNDÍS BALDVINS MCCLURE

Anna Bryndís er yfirlögfræðingur Samherja og kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Hún sat meðal annars fundi með namibísku þremenningunum James, Tamson Hatukulipi og Sacky Shangala sem sagðir eru hafa þegið mútur frá Samherja til að greiða aðgang að fiskveiðikvóta.

AÐALSTEINN HELGASON

Aðalsteinn var um árabil lykilstarfsmaður hjá Samherja, en er nú kominn á eftirlaun. Hann var áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu sem vörpuðu ljósi á meint fjármálamisferli og mútugreiðslur dótturfélags Samherja í Namibíu. Aðalsteinn gegndi í gegnum árin mörgum hlutverkum hjá Samherja og var um tíma framkvæmdastjóri Kötlu Seafood, dótturfélags Samherja, og framkvæmdastjóri Namibíuútgerðarinnar.

ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON

Þorbjörn er lögfræðingur og fyrrverandi fjölmiðlamaður og er meðal þeirra sem Samherji fékk til ráðgjafar í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar, Kveiks og Wikileaks um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Stundin greindi frá því í seinustu viku að Þorbjörn hefði komið að gerð myndbandsins umdeilda um Seðlabankamálið. Þorbjörn starfar einnig sem lögmaður og er aðaleigandi LPR lögmannsstofu. Ekki er á tæru með hvaða hætti hann kom að áðurnefndu myndbandi eða hvort það hafi verið sem lögmaður eða sökum reynslu hans úr fjölmiðlum. Ekki náðist í Þorbjörn við vinnslu greinarinna

JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON

Jón Óttar er doktor í afbrotafræði og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem hefur starfað um nokkurt skeið fyrir Samherja. Hann starfaði sem ráðgjafi hjá Samherja á því tímabili sem Samherjaskjölin ná til og var í innsta hring Namibíuveiðanna. Jón Óttar starfaði sem rannsóknarlögreglumaður hjá Sérstökum saksóknara en var hlaut snörp starfslok árið 2012 fyrir meint brot á þagnarskyldu og var málið kært til lögreglu. Málið var látið niður falla árið 2013. Hann er einnig glæpasagnahöfundur og hefur skrifað bækurnar Hlustað og Ókyrrð.

Þessi grein birtist fyrst í tölublaði DV, þann 14. ágúst 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans