Brot 196 ökumanna voru mynduð á Hringbraut frá 14. til 17. ágúst. Aðeins var verið að fylgjast með þeim ökumönnum sem óku Hringbraut í vesturátt og voru þeir myndaðir á gatnamótum við Njarðargötu.
Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.
Á þessum þremur sólarhringum óku 23.685 ökutæki þessa leið og því hlutfallslega mjög fáir sem óku of hratt, eða yfir afskiptahraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var 79 kílómetrar á klukkustund en hámarkshraði við gatnamótin er 60 km/klst. Sá sem ók hraðast var á 99 km/klst.