Hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni mældist í Death Valley þjóðgarðinum í gær samkvæmt BBC. Hitinn fór upp í 54,4 gráður á selsíus. Hitametið er slegið í kjölfar hitabylgju sem farið hefur yfir vesturströnd Bandaríkjanna undanfarið. Ekkert lát er á hitanum. Búast má við því að hitabylgjan staldri við í um tíu daga til viðbótar.
Beðið er staðfestingar á mælingunum frá bandarísku veðurathugunarstöðinni.
Fyrra hitamet var einnig slegið í Death Valley þjóðgarðinum árið 2013. Þá mældist hitinn 54 gráður á selsíus.