Eldhvirfilbylur, eða „fire-tornado“ gerði vart við sig í sunnanverðri Kaliforníu. Bandaríska veðurstofan hafði reyndar gefið út viðvörun um uppsöfnun „pyrocumulonimbus“ skýja yfir gróðureldum í Loyalton í Kaliforníu. Pyrocumulonimbus ský eru skúraský sem teygja sig hátt til himins og úr verður gjarnan mikil úrkoma og stífur eldur. Þegar þau myndast yfir gróðureldum eða eldgosum verður oft gríðarlegt flæði lofts upp frá hitanum og við réttar aðstæður myndast áðurnefndir eldhvirfilbylir. Ná vindstrengirnir gjarnan 100 km/klst.
Eldhvirfilbylirnir geta, eðli málsins samkvæmt, verið stórhættulegir. Árið 2018 létust slökkviliðsmaður og gröfumaður í Bandaríkjunum er þeir börðust við gróðurelda. Komust þá veðurfræðingar að þeirri niðurstöðu að vindarnir sem mynduðust höfðu verið yfir 230 km/klst.
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu, Oregon og Colorado berjast nú við gróðurelda sem hafa þegar breitt sér yfir 100 þúsund ekrur. Eldurinn í Loyalton er einn þeirra allra stærstu, en hann hefur þegar brennt 20.000 ekrur.
CNN sagði frá, og má í frétt CNN sjá skýringarmyndband um myndun og eðli eldhvirfilbylja.