Björgunarsveitir á Vesturlandi hafa verið kallaðar út að fossinum Glym í Hvalfirði að sækja slasaða göngukonu.
Aðstoðarbeiðni barst björgunarsveitunum fyrr í kvöld. Hafði konan þá slasað sig og talið sig ekki getað haldið göngu sinni áfram. Að sögn Landsbjargar er stutt í að fyrstu björgunarmenn mæti á vettvang og er vonast til að hægt verði að flytja konuna að veginum á fjórhjóli, en þar bíður sjúkrabíll konunnar.
Uppfært kl 19:53.
Björgunarsveitarmönnum tókust ætlunarverk sitt að komast að konunni á fjórhjólum og var hún flutt að sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn mun koma konunni undir læknishendur.