fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 16:00

Frá slysstað. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. ágúst 1985 fórst Boeing 747SR vél frá Japan Airlines 12 mínútum eftir flugtak frá Tókýó. Áfangastaður flugsins, sem bar flugnúmerið JL 123, var Osaka. 520 fórust í slysinu, sem er eitt mannskæðasta flugslys sögunnar, en fjórir lifðu það af. Í kjölfar slyssins ákvað Japan Airlines að hætta að nota flugnúmerið JL 123 og að það yrði aldrei aftur notað. Það vakti því mikla undrun  og jafnvel óhug hjá sumum þegar þetta flugnúmer birtist á ratsjám þann 5. ágúst síðastliðinn.

Aðeins 12 mínútum eftir að vélin hóf sig á loft þann 12. ágúst 1985 rifnaði hluti af stéli vélarinnar af, mikið þrýstingsfall varð í vélinni og flugmennirnir misstu stjórn á henni. Hún hrapaði niður í Gunmas fjöllin norðvestan við Tókýó.

Það vakti því undrun og jafnvel óhug þegar flugnúmerið JL 123 sást á mörgum flugratsjám þann 5. ágúst. Var sú vél á leið til Narita í austurhluta Japan.

Málið var mikið rætt á Twitter og undruðust margir af hverju Japan Airlines væri byrjað að nota flugnúmerið aftur og ýmsar samsæriskenningar fóru á kreik. Ein af þeim var að þessi „endurkoma“ JL 123 tengdist Obon hátíðinni í Japan en hún fer fram 13. til 16. ágúst en á þessum tíma snúa sálir hinna látnu aftur og umgangast hina lifandi.

En eins og með svo margt annað reyndist skýringin vera öllu eðlilegri og ekki svona yfirnáttúruleg.

Japan Airlines staðfesti að flugnúmerið hefði verið tekið í notkun á nýjan leik en að um mistök hefði verið að ræða. Tæknimaður hefði ekki vitað að ekki mætti nota númerið. Nú á að vera búið að sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki.

Þær fjórar, sem lifðu flugslysið af, sátu allar vinstra megin, aftast í vélinni. Það var eini hluti hennar sem skemmdist ekki. Þetta voru 12 ára stúlka, flugfreyja á frívakt og mægður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn