fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Ökumaður bifhjóls lést

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 06:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í gær þegar hann missti stjórn á hjóli sínu á þjóðvegi 1 skammt vestan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu í gær. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi en svo virðist sem maðurinn hafi fallið og runnið eftir veginum í veg fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að Lögreglan á Suðurlandi rannsaki málið með aðstoð Tæknideildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa komu einnig á vettvang. Vinnu á vettvangi lauk um klukkan 19.00 en tilkynnt var um slysið til Neyðarlínunnar klukkan 13.36.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“