Stóra „kjólamálið“ aftur?
Eflaust muna flestir eftir stóra kjólamálinu. Netverjar skiptust í tvennt. Fólk rökræddi á kaffistofum. Skoðanakannanir voru gerðar. Miklar deilur voru á því hvort kjóll væri svartur og blár eða hvítur og gulllitaður.
Að lokum kom í ljós að kjóllinn væri í raun svartur og blár.
Nú hefur mynd af kommóðu vakið athygli á netinu. Myndinni var upphaflega deilt á Reddit.
Enn og aftur er fólk ósammála hvernig kommóðan sé á litinn. Sumir segja hún sé bleik og hvít. Aðrir segja hún sé blá og grá. Svo hafa sumir netverjar sagt að kommóðan sé bleik og blá, aðrir sjá grænan lit í kommóðunni.
Nú spyrjum við ykkur kæru lesendur. Hvernig er kommóðan á litinn?
SVAR
Notandinn sem deildi upphaflega myndinni á Reddit deildi síðar svarinu. Kommóðan er grá og blá!