fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Matur

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir, Una í eldhúsinu, deilir uppskrift af gómsætum kjúklingarétti.

Una Guðmundsdóttir

Þennan kjúklingarétt smakkaði ég í veiði um verslunarmannahelgina, þetta er að mínu mati einn besti réttur sem ég hef smakkað og má ég til með að deila honum með ykkur.

800 g úrbeinuð kjúklingalæri

Salt og pipar til kryddunar

150 g sólþurrkaðir tómatar

5-6 msk. rjómaostur

4-5 döðlur

80 g parma-skinka

1 rauð paprika

½ blaðlaukur

1 hvítlauksrif

½ peli rjómi

30 g smjör

1 kjúklingateningur

Ferskt timían

 

Leggið kjúklingabitana í eldfast mót og saltið og piprið.

Takið 1 msk. af rjómaosti og leggið á hvern bita.

Skerið sólþurrkaða tómata og döðlur smátt og setjið smá af hvoru á hvern bita, rúllið bitunum inn í parma-skinkustrimla, einn strimill á hvern bita, gott að nota grillpinna til að halda þeim lokuðum.

Skerið niður papriku, blaðlauk og hvítlauk fínt og setjið í pott, ásamt smjörinu og rjómanum, hrærið vel saman og látið hitna áður en kjúklingateningnum er bætt saman við.

Hellið blöndunni yfir kjúklingabitana og setjið inn í ofn á 180 gráður og eldið í um 40 mínútur.

Klippið ferskt timían yfir réttinn rétt áður en hann er borinn fram.

Berið fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauði eða góðu salati.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík