fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Slökkviliðsstjóri vill að skoðað verði að veita slökkviliði heimild til að sekta brunavarnareglubrjóta

Heimir Hannesson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 18:49

Jón Viðar Matthíasson, er slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að skoða þyrfti hvort beita ætti sektum til að þvinga á um úrbætur þar sem þeirra er þörf.

Tók Jón dæmi af brunaviðvörunarkerfi í húsum: „Þar sem viðvörunarkerfi eru í húsum þarf að hafa eftirlit með þeim, og ef þú gerir það ekki, þá er það í mínum huga ekkert léttvægara brot en til dæmis að brjóta umferðarreglur.“

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að úttekt á þessum málum í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létust og fleiri slösuðust. Jón sagðist bíða þeirra skýrslu varðandi framhaldið.

Jón vakti enn fremur athygli á leigumarkaðnum, en slökkvilið hefur ekkert eftirlit með leiguhúsnæði, hvorki skammtímaleigu né langtímaleigu. „Það er ágætis umgjörð i kringum gistiheimilin og hótelin, en er langtímaleiga á heilu húsnæði eitthvað öðruvísi en gistiheimili?“ spurði Jón Viðar.

Slökkvilið hefur heimild til þess að skoða með eða án fyrirvara öll iðnaðarhúsnæði á landinu. Hins vegar hefur slökkviliðið enga heimild til þess að skoða ástand brunavarna í íbúðarhúsum. Enn fremur er staðan þannig í dag að eftirlit með reglugerðum er varða byggingar og öryggi í þeim á margar höndum. Sagði DV frá því fyrr í sumar að því eftirliti með brunavörnum og byggingamálum væri sinnt af 122 mismunandi opinberum aðilum á Íslandi. Lýstu heimildarmenn DV því þá að þeir hefðu miklar áhyggjur af því að þegar margir bera ábyrgð, ber enginn ábyrgð.

Sjá nánar: Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“