Breytingar á leiðakerfi Strætó taka gildi á morgun, sunnudag 16. ágúst.
Eru breytingarnar sem hér segir:
- Leið 14 byrjar að nota biðsskýlið á Geirsgötu á leið sinni út á Granda. Biðstöðin fær nafnið „Hafnarhús“.
- Sumaráætlun lýkur á leiðum 18, 24 og 28. Leiðirnar munu því aka skv. 15 mínútna tíðni á annatímum.
- Leiðir 1, 3 og 6 byrja að nota tvær nýjar stoppistöðvar á Hringbraut. Biðstöðin á leið að Hlemmi heitir Hringbraut/Læknagarður (hét áður LSH/Hringbraut) og hún er staðsett við Læknagarð. Biðstöðin á leið frá Hlemmi heitir Hringbraut/Hlíðarendi og er hún staðsett við göngubrúna hjá Hlíðarenda.
- Leið 8 hefur akstur á nýjan leik. Leiðin ekur á virkum dögum á milli Nauthóls og BSÍ.
- Leið 5 ekur milli BSÍ og Norðlingaholts á virkum dögum.
- Leið 21: Smávægileg breyting verður gerð á tímatöflu leiðar 21 á virkum dögum.
Þetta kemur fram í tilkynningu Strætó og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins.