fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Gagnrýnir Trump fyrir „viðbjóðslega lygi“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 18:30

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, gagnrýndi í gær það sem hann sagði „viðbjóðslega lygi“ Donald Trump um Kamala Harris, varaforsetaefni Biden. Málið snýst um að á fréttamannafundi á fimmtudaginn ræddi Trump um samsæriskenningu um að Harris sé ekki kjörgeng.

„Ég heyrði í dag að hún uppfylli ekki kröfurnar.“

Sagði Trump á fréttamannafundi og vísaði þar til greinar eftir íhaldssaman lagaprófessor sem heldur því fram að Harris sé ekki kjörgeng því foreldrar hennar hafi ekki verið bandarískir ríkisborgarar þegar hún fæddist. Móðir hennar er frá Indlandi og faðir hennar frá Jamaíka. Óumdeilt er að hún fæddist í Oakland í Kaliforníu.

Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að allir bandarískir ríkisborgarar, sem hafa náð 35 ára aldri, geti orðið forsetar eða varaforsetar ef þeir fæddust í Bandaríkjunum.

Andrew Bates, talsmaður Biden, sagði í gær að Trump reyni nú að kynda undir kynþáttahatri og deilum og kljúfa þjóðina. Hann tengdi þetta við að árið 2016 hélt Trump því á lofti að Barack Obama, þáverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Trump varð síðar að draga í land með þetta og játa að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.

„Það kemur því ekki á óvart, þrátt fyrir að það sé enn jafn viðbjóðslegt, að framboð Trump grípi til svona aumra lyga á sama tíma og hann gerir sjálfan sig að athlægi í tilraunum sínum til að beina athygli almennings frá misheppnuðum viðbrögðum hans við kórónuveirufaraldrinum.“

Sagði Bates.

Laurence H. Tribe, prófessor í stjórnarskrárétti við Harvard Law School, sagði við New York Time að það sé „algjört bull“ að Harris sé ekki kjörgeng.

„Ég hafði ekki einu sinni hugsað mér að tjá mig um þetta, því þetta er svo heimskuleg kenning sem á ekki við nein rök að styðjast.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga