fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Jóhannes Þór ómyrkur í máli – „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fórna ferðaþjónustunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 16:01

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það skiptir ferðaþjónustuna engu máli hvort sóttkvíin sé 4-5 dagar eða 15 dagar. Það koma afar fáir til annars lands til að sitja í sóttkví dögum saman. Þegar við sjáum að í september og október er meðallengd ferða fimm dagar, þá er augljóst að með þessari ákvörðun er ferðaþjónustu á Íslandi við erlenda ferðamenn sjálfhætt, á meðan þetta gildir,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu, er DV leitaði viðbragða hans við þeirra ákvörðun ríkisstjórnarinnar að herða mjög aðgerðir varðandi sóttvarnir á landamærum.

Með nýju reglunum, sem taka gildi næstkomandi miðvikudag, þurfa allir sem koma til landsins að fara í skimun. Síðan tekur við 4-5 daga sóttkví og eftir hana er önnur skimun. Jóhannes telur einsýnt að þessar nýju reglur verði í gildi lengi:

„Miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp fyrir ákvörðuninni þá er ekki hægt að sjá að hún sé tekin til skamms tíma. Við þurfum líka að horfa til þess að þegar búið er að taka svona afdrifaríka ákvörðun þá er ekki auðvelt að fara til baka úr henni, þá liggja einhver rök fyrir henni, og á sama hátt er skaðinn að miklu leyti skeður úti í ferðaþjónustusamfélaginu. Út af orðspori og að mjög ótryggt verður að bóka ferðir til Íslands, líka eitthvað fram í tímann,“ segir Jóhannes og hann telur að ríkisstjórnin hafi með þessari niðurstöðu tekið meðvitaða ákvörðun um að fórna ferðaþjónustunni:

„Ég held að einfaldlega sé hægt að segja að ríkisstjórinin hefur ákveðið að fórna ferðaþjónustunni að þessu sinni. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi. Það hefur farið fram mat og fólk hlýtur að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta hefur á ferðaþjónustuna. Þetta er meðvituð ákvörðun um að fórna ferðaþjónustunni fyrir eitthvað annað. Með því fara verðmæti í súginn, ég tel þetta vera 4-5 milljarðar í gjaldeyristekjur sem tapast, bara í ágúst.“

Jóhannes telur að þarna vegi sóttkvíin þyngst, tapið hefði orðið mun minna þó að allir þyrftu að gangast undir skimun við komu til landsins, en frá því í júlí hafa ferðamenn frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Færeyjum og Grænlandi ekki þurft að gangast undir skimun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna