fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Kláraði krabbameinsmeðferð og opnaði partýbúð

Mæðgurnar Ragnheiður og Sarah eru klárar í áramótaveisluna 2018

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefverslunin Partývörur.is fór í loftið um mitt síðasta sumar en partýpinnarnir á bak við þessa gleðilegu búð eru þær Ragnheiður Eyjólfsdóttir og dóttir hennar Sarah Dröfn Björnsdóttir.

„Okkur mæðgunum hafði lengi langað að gera eitthvað upp á eigin spítur enda mjög hugmyndaríkar konur báðar tvær. Eftir að ég veiktist svo af krabbameini kastaði ég frá mér frestunaráráttunni og ákvað að lífið væri bara núna. Um leið og meðferðinni lauk þá drifum við strax í þessu og opnuðum búðina,“ segir Ragnheiður.

„Fyrst átti þetta bara að vera vefsíða en þegar vinsældirnar ruku upp úr öllu valdi þá ákváðum við hafa líka opna verslun á milli klukkan 16.00 til 18.00 á daginn. Við erum reyndar bara með þetta í bílskúrnum heima hjá okkur og þar með náum við að halda öllum rekstrarkostnaði í lágmarki, sem er ekki verra,“ segir hún.

Klárar með áramótaskrautið

Partývörur.is

Partývörur.is

Lindarflöt 7 Garðabæ

Sími: 767-1122

„Við erum klárar í áramótin. Erum með geggjaða liti í pallettunni hvítu, gylltu, silfur og svörtu. Allskonar skraut, pappadúska til að hengja upp, borða á borðin, blöðrur í öllum litum og svo framvegis. Led ljósablöðrurnar hafa líka verið gífurlega vinsælar hjá okkur en í þeim er bæði hægt að velja allskonar liti og blikkandi ljós svo eitthvað sé nefnt. Þá eru ónefndir pappadiskarnir, rör og fleiri gerðir af borðbúnaði,“ segir Ragnheiður og bætir að lokum við að þær mæðgur séu einnig liðtækar í að koma sjálfar og skreyta fyrir veislur, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Sigtryggur Ari ljósmyndari skrapp í heimsókn til Ragnheiðar sem er að sjálfssögðu klár í áramótaslaginn og hér má sjá afraksturinn. Allar upplýsingar um verð er að finna á vefnum https://partyvorur.is/

Til að gera sem mest úr gleðinni, og eyða ekki óþarfa tíma í uppvask og vesen, er tilvalið að kaupa einnota borðbúnað. Gyllt, svart og silfur eru vinsælir litir þessi áramótin en mæðgurnar í Garðabæ eiga gott úrval af allskonar varningi.
Veisluborð fyrir partýpinna Til að gera sem mest úr gleðinni, og eyða ekki óþarfa tíma í uppvask og vesen, er tilvalið að kaupa einnota borðbúnað. Gyllt, svart og silfur eru vinsælir litir þessi áramótin en mæðgurnar í Garðabæ eiga gott úrval af allskonar varningi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þessi plastglös eru einnig tilvalin ef fólki langar að bregða sér í heita laug eða pott á nýársnótt. Engin hætta á glerbrotum.
Einnota freyðivínsglös Þessi plastglös eru einnig tilvalin ef fólki langar að bregða sér í heita laug eða pott á nýársnótt. Engin hætta á glerbrotum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gamlárskvöld er sannarlega það kvöld ársins sem glamúrinn má fara upp úr öllu valdi.
Glamúr og glys Gamlárskvöld er sannarlega það kvöld ársins sem glamúrinn má fara upp úr öllu valdi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

[[2B75078B8B]]

Poppboxin mjög lífleg en í þeim má einnig bera fram aðrar gerðir af snakki þó poppið sé vissulega hollast.
Poppbox Poppboxin mjög lífleg en í þeim má einnig bera fram aðrar gerðir af snakki þó poppið sé vissulega hollast.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lífga upp á borðið og líka hægt að hengja í loftið.
Veifur Lífga upp á borðið og líka hægt að hengja í loftið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt