fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hlýða ekki Víði á djamminu – „Ekki öskursyngja upp í næsta mann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 10:45

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir alltof mörg smit kórónuveirunnar hafa verið rakin til skemmtanalífsins. Hann greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

„Við erum búin að sjá alltof mörg tilfelli í smitrakningunni þar sem eina sameiginlega tengingin aðila er einhvers konar djamm. Ég vil þó taka það skýrt fram að það eru ekki bara skemmtistaðirnir. Það eru líka heimapartýin og einkasamkvæmi og annað slíkt. Þannig það er alls ekki þannig að allir skemmtistaðir hafi verið einhver gróðrarstía fyrir þessa veiru – alls ekki. En það er bara staðreynd sem er ekki hægt að horfa framhjá bæði hér á landi og annars staðar að þegar er búið að hafa dálítið áfengi við hönd þá slaknar á okkar vörnum og slaknar á því hvernig við viljum hegða okkur gagnvart þessu“

Víðir nefnir dæmi frá smitrakningu:

„Einhver góður bjór sem menn eru að smakka – heyrðu ertu búinn að smakka þennan? – og glasið gengur hringinn – þetta er bara dæmi úr smitrakningunni sem við höfum. Eða menn sitja í þröngum hóp og syngja saman.“ 

Í dag séu bæði einstaklingar sem hafa fengið veiruna frá skemmtanahaldi og einnig nokkur fjöldi sem er í sóttkví vegna þessa.

„Nú vitum við þetta og vöndum okkur betur. Látum þetta vera helgina þar sem enginn smitast.“

Víðir bendir á að síðustu helgi hafi lögregla gert úttekt á smitvörnum veitingastaða í miðborginni sem hafi víða verið í ólestri. Í öllum umdæmum lögreglunnar hafi lögreglumenn í vikunni farið til veitingastaða og leiðbeint varðandi smitvarnir svo vonandi verði þessi helgi til fyrirmyndar.

„Lögregla víða um land hefur verið að heimsækja þessa rekstraraðila til að hjálpa þeim. Þetta snýst náttúrulega um að læra og það er enginn þarna úti, eða þeir eru í það minnsta mjög fáir, sem sitja bara og segja: Nú ætla ég að brjóta allar reglurnar og mér er alveg sama og ætla að dreifa þessari veiru.“

Til að mynda snúist málið í mörgum tilvikum um hversu mörgum aðilum staðirnir geti hleypt inn til að með góðu móti sé hægt að gæta að tveggja metra reglunni.

„Nú er komin helgi, það er föstudagur og vonandi bara að sem flestir geti gert sér glaðan dag um helgina. Það þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr og ekki öskursyngja upp í næsta mann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni