fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Með 125 milljónum andlitsgríma vill Trump senda börn aftur í skóla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 14:30

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, bætir nú enn í tilraunir sínar til að koma bandarískum börnum aftur á skólabekk. Ríkisstjórn hans hyggst gefa skólum landsins 125 milljónir margnota andlitsgrímur. Þetta er ein átta aðgerða ríkisstjórnarinnar til að auðvelda skólum að hefja kennslu á nýjan leik.

Skólar um allt land hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.  Á fréttamannafundi á miðvikudagskvöldið sagði Trump að nota eigi munnbindin þegar ekki er unnt að tryggja lágmarksfjarlægð á milli nemenda.

Hann sagði einnig að ríkisstjórnin væri reiðubúin tl að láta starfsmenn smitsjúkdómastofnunarinnar CDC styðja skóla sem opna og skóla sem hafa þörf fyrir aðstoð til að geta opnað á nýjan leik. CNN skýrir frá þessu.

Trump og ríkisstjórn hans hafa lagt hart að skólum landsins að hefja kennslu á nýjan leik en ekki eru allir sáttir við að það verði gert. Trump hefur sagt að lokanir á skólum séu ”hræðileg ákvörðun”.

Það eru fræðsluumdæmin sjálf sem taka ákvörðun um hvort skólar verða opnaðir á nýjan leik eða hvort notast eigi við fjarkennslu en margir foreldrar eru ósáttir við hana og segja hana bera lítinn árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum