fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hindrar fjármögnun póstsins svo utankjörfundaratkvæði berist ekki

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 16:00

mynd/salon.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við Fox Business á fimmtudagsmorgun vestanhafs að hann myndi „koma í veg fyrir“ frekari fjármögnun bandaríska póstsins, USPS, sem átti að aðstoða póstinn að ráða við aukið álag vegna mikillar aukningar í atkvæðagreiðslum utan kjörfundar. Má rekja fjölgunina til Covid-19. Samkvæmt Trump má búast við því að langflest atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar verði sér óhagstæð.

Á miðvikudaginn sagði Trump að hann myndi ekki skrifa undir nein fjárlög þar sem innifalið væri frekari fjármögnun eða fjárhagsaðstoð til póstsins. Bandaríska póstþjónustan er verulega undirfjármögnuð og hefur verið um árabil. Mikilvægi póstþjónustunnar fyrir komandi kosningar hefur sett fjárhagsvandræði hennar í nýtt ljós. Fjárhagsvandræði póstsins eru sögð hafa ýtt Louis DeJoy, forstjóra póstsins, í það að draga úr þjónustu með þeim hætti að það gæti komið niður á þjónustu sem nauðsynleg er til þess að standa undir auknu álagi vegna kosninganna.

„Þeir vilja 25 milljarða, milljarða, fyrir póstinn. Núna þurfa þeir þessa peninga til að hafa starfhæfa póstþjónustu svo þeir geta tekið þessar milljónir atkvæða,“ sagði Trump. „En ef þeir fá ekki þessa peninga, þýðir það að þau geta ekki fengið póstlögð atkvæði.“

Trump hefur nú um langa hríð talað gegn póstsendum atkvæðum. Hann hefur sagt þau ógna lýðræðinu og opna dyrnar fyrir kosningasvindl. Engar handbærar sannanir liggja fyrir þeim fullyrðingum, né hefur það verið sannað að utankjörfundaratkvæðagreiðsla með þessum hætti hagnist einum flokk framar en öðrum.

Þessi beru orð Trumps, að hann sé að fjársvelta póstinn til þess eins að hindra að viss atkvæði komist til skila, eru hins vegar nýmæli og þykir hann hafa gengið býsna langt. Búast má við hörðum viðbrögðum frá Demókrötum í málinu. Til dæmis kallaði tímaritið The New Yorker aðgerðir Trumps ógn við lýðræði og dreifbýli Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna